Viljum við höft,ríkisforsjá,ríkisrekstur,biðraðir eftir þjónustu og miðstýringu.

Ný styttist til kosninga og samkvæmt öllum skopðanakönnunum bendir margt til þess að við fáuum yfir okkur næstu misserin hreinræktaða Vinstri stjórn.

þeir sem segja já við fyrirsögninni á þessum pistli kjósa auðvitað Vinstri græna eða Samfylkinguna. þeir sem efast um að lausn okkar felist í þeim atriðum sem minnst er á í fyrirsögninni kjósa Sjálftsæðisflokkinn. Svo einfalt er það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eru þessi höft ekki það sem allir verða að búa við á vesturlöndum í framtíðinni í einni eða annarri mynd??.  Meðan verið er að vinda ofan af vitleysunni?

itg (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:06

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Það er ekki alveg víst að hún verði hreinræktuð. Kannski þurfa vinstri flokkarnir að styðjast við Framsókn og það gerir allt hálfu verra því þá bætist spilling við heimskuna.

Baldur Hermannsson, 1.4.2009 kl. 18:22

3 identicon

Skrítinn röksemdafærsla hjá þér þegar maður hefur í huga að Sjálfsstæðisflokkurinn kom okkur í þessa stöðu.  Þið erum skrítinn hópur Sjálfsstæðismenn.  

Rúnar (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 18:26

4 Smámynd: Haukur Nikulásson

Það var íhaldið sem leiddi þjóðina í efnahagshrunið öllum öðrum fremur. Skóp alla umgjörðina, úhlutaði rikisfyrirtækjum og bönkum til einkavina í helmingaskiptastjórn með Framsókn. Eftir sitjum við öll í brunarústunum en sumir samt með meiri afneitun en aðrir.

Upptalningin þín eru hugsanlegar beinar og nauðsynlegar afleiðingar af gjörningum flokksins sem ég studdi mest alla ævi, íhaldsins. Það er bara kominn tími á að leyfa öðrum að spreyta sig og mér finnst þú mála þetta upp á ódýran og afar gamaldags hátt í áróðurskyni.

Haukur Nikulásson, 1.4.2009 kl. 18:27

5 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég bendi á að höftin, miðstýringin, ríkisforsjáin og ríkisreksturinn komust á í stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins sem bein afleiðing af vanstjórnun hans á efnahagsmálum þjóðarinnar. Biðraði eftir þjónustu er svo afleiðing af þeim nauðsynlega niðurskurði sem þarf að fara í út af hrunininu sem gerðist á ykkar vakt.

Í guðana bænum reynið að hætta að kvarta yfir því að verið sé að taka til eftir ykkur.

Héðinn Björnsson, 1.4.2009 kl. 19:11

6 identicon

Fyrirsögn á þessari grein hjá þér Sigurður verður ykkur tamt í komandi kosningum,hvaða flokkur kom eiginlega þjóðinni í þetta ástand sem komið er upp,nei þið íhaldsplebbarnir eru saklausir,,,,er það ekki.

Númi (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:20

7 identicon

Nei, þetta er ekki nóg.  Við viljum allt þetta og hrun líka.  Þess vegna ættu allir að kjósa sjálfstæðisflokkinn.

marco (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:23

8 identicon

Það þarf enginn að segja mér að Ísland verði eins of fyrrum sovíetríkin á svipstundu þótt að það verði vinstri stjórn a Íslandi rétt á meðan við greiðum úr þessari flækju sem að sjálfstæðis flokkurinn kom okkur í með því að sofna á verðinum. Finnst þér "rangeroverar í fermingargjöf", ríkisábrygð á útsölu", og afneitun vera vænlegri fyrirsögn?

Hlynur Ingvi Samúelsson (IP-tala skráð) 1.4.2009 kl. 21:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband