Ætla kjósendur í Suðurkjördæmi virkilega að styðja Vinstri græna?

Samkvæmt skoðanakönnunum fá Vinstri grænir mikið fylgi í Suðurkjördæmi. Það er reyndar ótrúlegt að það verði niðurstaðan í kosningum þegar það liggur nú ljóst fyrir að Vinstri grænir eru á móti atvinnuuppbyggingu í kjördæminu.

Miðað  við ástand efnahagsmála er ótrúlegt að VG skuli leggjast gegn uppbyggingu í Helguvík. Í dag eru um 18000 atvinnulausir. Áframhaldandi framkvæmdir í Helguvík og rekstur álvers mun skapa mikinn fjölda starfa. Kjósendur í Suðurkjördæmi hljóta að sýna VG hug sinn í kjörklefanum og kjósa þá ekki.

Miðað við ástandið í efnahagsmálunum veitir okkur ekki af að nýta alla þá möguleika sem við höfum til atvinnuuppbyggingar.Kjósendur þurfa að gera sér grein fyrir að litlar framfarir verða í landinu ef afturhaldsflokkur Vinstri grænna á að stjórna landinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinstri Grænir hafa líklega einn besta Þingmann sem situr á þingi í efsta sæti í Suðurkjördæmi sem er Atli Gíslason.kv valdi

þorvaldur hermannsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 13:13

2 Smámynd: Baldur Hermannsson

Vinstri grænum er hreint ekki alls varnað en veiðiþjófnum Atla Gíslasyni er alls varnað. Guð hjálpi Sunnlendingum ef hann verður jarl yfir þessum blómlegu sveitum.

Baldur Hermannsson, 5.4.2009 kl. 14:39

3 identicon

einmitt-það gafst svo helvíti vel að hafa hér sjálfstæðisflokkinn við völd...bíðum þess sennilega seint bætur,og hvar var þeirra atvinnuuppbygging,gefa ríkisfyrtæki og auðlindir sjávar t.d. nei takk...

zappa (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:51

4 identicon

Heill og sæll; Sigurður, líka sem aðrir þeir, sem síðu hans geyma og brúka !

Þorvaldur Hermannsson ! Menn; eins og Atli Gíslason, voru kallaðir lýðskrumarar í minni heimasveit (á Stokkseyri), hverjir sögðu eitt, en,... meintu allt annað. Smámenni; eins og Atli, hver ei þorir að standa fyrir sinn skjöld, eru okkur harla lítils virði. Smámenni allra flokka; svo sem, sem þora ei, að standa upp, gegn óbilgirni flokksforystunnar, eiga enga samleið með okkur hinum, hver viljum standa og falla, með góðum málstað - og verjandi þar með; heiður og sæmd genginna kynslóða, sem okkar sjálfra.

Punktur !

Með; hinum beztu kveðjum, úr Hveragerðis og Kotstrandarsóknum /

Óskar Helgi Helgason   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 15:58

5 Smámynd: Björn Jónsson

Sammála þér Sigurður, annars finnst mér furðulegt hvað Pottafylkingin fær ef síðasta skoðanakönnun segir eitthvað um fylgi flokkana.

Sá er situr í fyrsta sæti hjá Húsgagnafylkingunni á suðurlandi er sá sami og gegndi ráðherraembætti og var yfirmaður fjármálaeftirliti þegar fjármálabólan sprakk.

Ég segi bara eins og okkar besti söngvari sagði forðum ,, Hva!!! Ný föt?? Sami maður "

Björn Jónsson, 5.4.2009 kl. 18:28

6 identicon

Sjálfstæðismenn hafa stjórnað landinu í 18 ár samfellt. það eru 18. þúsund manns án atvinnu og enn fleiri á vonarvöl. Viljið þið meira ? Er ekki nóg að gert?

Tryggvi Marteinsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 19:48

7 Smámynd: Carl Jóhann Granz

Fyndin þessi rök, bara af því að Sjálfstæðisflokkurinn var við völd í 18 ár þá er allt honum að kenna. Það er allavega gott að fólk er byrjað að sjá í gegnum þennan vinstri áróður.

Carl Jóhann Granz, 5.4.2009 kl. 20:57

8 identicon

og hafa þessi 18 ár verið ömurleg?

haukur kristinsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 20:59

9 identicon

Það er með ólíkindum að lesa skrif þín Sigurður.  

Kjósendur þurfa að gera sér grein fyrir, ef þínir vinir koma að stjórn þessa lands, að litlar framfarir verða í landinu ef græðgisvæðingar flokkarnir fá að ráða áfram! Nóg er komið að sinni.

Þú og þínir líkir virðast ekkert hafa lært af óförum þeim, sem bláu og grænu vinirnir þínir hafa fært yfir þessa þjóð. Það er ótrúlegt að milli fjórðungur og þriðjungur landsmanna virðist hafa sömu skoðanir og þú og er reiðubúninn að framlengja ósköpin, sem þínir menn færðu þessari þjóð með óbeislaðri græðgi og fyrirhyggjuleysi. Er ekki mál til komið fyrir þig og aðra á þínum nótum, að hugsa aðeins og hætta að rakka niður það fólk, sem er að reyna að skafa upp nærri tveggja áratuga skít eftir ykkur.

alfreð guðmundsson (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 21:08

10 identicon

Alveg ertu rasandi yfir því Sigurður að kjósendur í Suðurkjördæmi ætli að kjósa  V G  segðu mér Sigurður er skylda hjá kjósendum í suðurkjördæmi að kjósa Sjálftökuflokkinn þinn.?Vonandi kemst Sjálftökuflokkurinn ALDREI aftur til valda.

Númi (IP-tala skráð) 5.4.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband