Hvers vegna eru Vinstri grænir á móti 8000 nýjum störfum?

Ástand í atvinnulífinu hefur ekki í annan tíma verið jafn slæmt og um þessar mundir.Í dag munu vera um 18000 manns atvinnulaus. Miðað við þessa stöðu er ótrúlegt að Vinstri grænir vilja ekki fyrir nokkurn mun að framkvæmdir við álver í Helguvík haldi áfram. Furðuleg afstaða miðað við það að atvinnuleysi á Suðuenesjum er mikið og uppbygging í helguvík mun skapa 4000 störf. Samka afstað er hjá VG varðandi álver á Bakka þrátt fyrir að heimamenn leggi mikla áherslu á þessar framkvæmdir.

Auðvitað leysa framkvæmdir við álver ekki allan vandann en þau hljóta að vera góð með öðru. Okkur vantar a.m.k. 20 000 ný störf á næstu árum. Þótt ullar og skinnaiðnaður sé hið besta mál hjá Vinstri grænum er ótrúlegt að það skapi þúsundir starfa.

Nú hefur meira segja heyrst að Kolbrún Halldórsdóttir,umhverfisráðherra,sé með það á borðinu að neita að samþykkja virkjanir á aðalskipulagi Skeiða-og Gnúpverjahrepps og koma þannig í veg fyrir virkjanir í neðri hluta Þjórsár.

Það er ótrúlegt að afturhaldsflokkur eins og Vinstri grænir skuli vera í stórsókn í fylgisaukningu.

Þjóðin mun ekki ná sér uppúr kreppunni ef stefni Vinstri grænna verður ráðandi næstu árin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef miðað er við hið frjóa hugmyndasvið sjálfstæðismanna í atvinnuuppbyggingu sýnist mér nú ekki veita af Kolbrúnu Halldórsdóttur í umhverfisráðuneytið.

Og ég ætla að vona að þessi einurð Kolbrúnar skili Vinstri grænum góðri aukningu allt fram á kjördag. Ekki spillir hin frábæra heimildarmynd Draumalandið fyrir því.

Líklega mætti skapa álíka mörg störf með 70 þús. tonna aukningu á þorskkvóta og frjálsum handfæraveiðum heimamanna í sjávarþorpunum. Sem auk þess myndi styrkja þorskstofninn verulega ef skipt væri yfir í sóknarmark svo brottkastið stöðvaðist.

Sjálfstæðismenn verða að skilja að hugmyndafræði kommúnista er litlu betri en óheft markaðshyggja. En ykkur gengur bara svo illa að skilja tengslin á milli mannlífsins og umhverfisins. Eitt það skársta sem ég heyrði frá frambjóðendum á borgarafundinum í gær var sú ályktun Illuga Gunnarssonar að pólitíkusar ættu ekki að búa til störf, það væri ekki þeirra hlutverk. Illugi er besti alþingismaður ykkar og hann á svo sannarlega að vera inni á Alþingi. 

Árni Gunnarsson, 15.4.2009 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband