Nauðsynlegt að gefa út DVD disk með svörum Helga Hjörvar og Katrínar Jakobsdóttur varðandi afstöðuna til aðildar að ESB.

Skemmtilegasta og jafnframt vanræðalegasta uppákoma í kosningabaráttunni hingað til var raunin í kosningasjónvarpi RUV í gærkvöldi. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna voru spurð um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu með tilliti til þess að flokkarnir stefndu á áframhaldandi stjórnarsamstarf.

Það var eins og í bestu grínmyndum að fylgjast með því hvernig Helgi Hjörvar og Katrín reyndu að forðast að svara nokkru.Spyrjendur ítrekuðu marg oft hvort kjósendur ættu ekki skýlausan rétt á því að vita hver lending VG og Samfylkingar væru í ESB málinu.

Bara loðin svör fengust.

Kjósendur verða að fá skýr svör fyrir kosningar.Hvernig á málamiðlun í ESB að verða.

Samfylkingin hefur hingað til lagt ofuráherslu á inngöngu í ESB. Kjósendur hljóta að þurfa að fá að vita hvort flokkurinn ætlar að gefa eftir í stjórnarsamstarfi við VG. Er ESB bara kosningabrella í augum Samfylkingarinnar, sem í lagi er að gefa eftir til að sitja í ríkisstjórn?

Það hafa örugglega margir misst af þættinum í gærkvöldi. Það væriu því tilvalið að gefa út DVD disk með þeim Helga og Katrínu. Eftir að fólk hefur horft á þetta atriði svona tvisvar til þrisvar sinnum held ég að fáum detti í hug að treysta þessum flokkum til að vinna saman á næsta kjörtímabili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sjóveikur

http://www.icelandicfury.se/video.php myndband http://www.icelandicfury.se/free/09Track.zip frítt niðurhal

Sjóveikur, 15.4.2009 kl. 21:53

2 identicon

Ég veit að þetta er leiðinleg áminning en Sf og VG ætla að mynda stjórn eftir kosningar og aðildarsamningur við ESB verður borinn undir þjóðina....það er bara þannig.

Stefán Benediktsson (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband