16.4.2009 | 10:48
Lækka launin,hækka skatta. Hafa kjósendur trú á að það sé lausnin til að laga ástandið?
Margt bendir til þess að við fáuum hreinræktaða Vinstri stjórn eftir kosningar. Ótrúlegt ef meirihluti þjóðarinnar vill stjórn sem sér ekkert annað til lausnar en lækka launin og hækka skatta. Það getur ekki verið að sú stefna sé líkleg til að örva efnhagslífið og hjól atvinnulífsins fari að starfa af fullum krafti.
Flestir treysta núverandi stjórnarflokkum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
SjáLfstæðisFLokkurinn hefur hækkað skatta undanfarin ár með því að láta persónuafsláttinn ekki fylgja verðbólgunni, þar með færðust skattleysismörkin sífellt neðar og neðar og láglaunafólk borgaði þar með hlutfallslega hærri skatta, hálaunafólk slapp hinsvegar alveg. Ef fólk vill sjá hverjar skattahækkanirnar voru í valdatíð SjáLfstæðisFLokksins er einfaldast að skoða tölunrunar frá OECD, hækkanir á barnafjöldskyldur eru sláandi.
Hvað hækkaði SjáLfstæðisFlokkurinn skattprósentuna mikið um síðust áramót?
Bobbi (IP-tala skráð) 16.4.2009 kl. 11:01
Í nýrri ræðu Obama í Bandaríkjunum sagði hann að í kreppu ætti ríkið að auka umsvif sín og fresta skattahækkunum. Þetta er auðvita alveg rétt og allir hagfræðingar eru líklega sammála því. Vandamálið á Íslandi er að við erum í IMF gæslu og ráðum ekki ferðinni sjálf. Við höfum í raun sagt okkur á sveit hjá IMF. Allir vita að þeir sem segja sig á sveit eiga ekki marga möguleika og verða að haga sér eins og húsbóndinn skipar. Þetta er nú ekkert flóknara en það.
Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 11:03
Ég er með betri hugmynd, höfu sömu skatta, sömu laun en tökum lán til að reka þjóðfélagið. Er ekki ríkissjóður skuldlaus (minnir það) og því ætti ekkert að vera auðveldara. Við hljótum að fá lága vexti, ríkissjóður stendur svo vel.
Pétur Henry Petersen, 16.4.2009 kl. 11:17
Kannski að bankahrunið hafi opnað augu fólks fyrir því hvað hægristefna er glötuð?
Vésteinn Valgarðsson, 16.4.2009 kl. 12:12
Þarna er verið að tala um fólk með há laun og verið að auka jöfnuð í landinu sem ekki veitir af. Þið Sjálfstæðismenn keppist við að slá þessu upp sem breytingum sem gilda um almennt launafólk. Það er einfaldlega ekki þannig og það vitið þið mæta vel.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 16.4.2009 kl. 12:28
Hvers vegna vilja Vinstri grænir og Samfylkingin ekki segja okkur við hvaða launatekjur á að miða hátekjuskatt við ??????
Finnst ykkur eðlilegt að Vinstri flokkarnir þegi um það fram yfir kosningar???
Sigurður Jónsson, 16.4.2009 kl. 15:42
Mér finnst þetta sérkennileg bloggskrif höfundar. Sjálfstæðisflokkurinn kemur þjóðinni í skuldafen, réttir flokksgæðingum sínum auðinn og svo á lýðurinn að borga. Höfundur gagnrýnir málflutning þeirra sem verða að koma þjóðarskútunni á flot aftur en bendir ekki á neinar lausnir sjálfur.
Drífa Kristjánsdóttir, 16.4.2009 kl. 15:43
Vinstri grænir sjá ekkert annað en launalækkanir
og skattahækkanir,sem bitna mun á almenningi af fullum þunga. VG telur að lausnin sé f´ðolgin í ríkisreksri,ríkisforsjá miðstýringu,nefndum til að meta fólk og hugsanlega úthluta styrkjum.
Þetta mun ekki bjarga þjóðinni. Lækkun vaxta, ekki skattahækkanir er besta leiðin til að koma hjólum atvinnulífsins til að snúast á ný.
Stjórnvöld eiga svo ekki að drepa niður vilja heimamanna til atvinnuuppbyggingar sbr. stefnu Vinstri grænna.
Sigurður Jónsson, 16.4.2009 kl. 16:20
Írar kynntu neyðarfjárlög í síðustu viku þar sem 9% stigum var bætt við hæsta skattþrep fyrir hátekjufólk sem er skilgreint þar sem árstekjur yfir 300,000 evrur eða 4.2 m á mánuði á Íslandi. Hvað ætli það séu margir á Íslandi sem hafa laun yfir 4m á mánuði. Þetta sýnir kannski hversu mikil launajöfnuður ríkir hér og líka hversu lágir launataxtar eru hér á landi miðað við evrulönd. Ég var í París um daginn og þar kostaði tebollinn á kaffihúsi 5.20 evrur eða 880kr! Lítill bjór var 7.2 evrur eða 1200 kr.
Andri Geir Arinbjarnarson, 16.4.2009 kl. 17:28
VG ætla að lækka hæstu tekjur í ríkisgeiranum og hækka skatta á hálaunaliðið, en ekki hækka þá alveg jafnmikið og sjálfstæðismenn lækkuðu þá fyrir skemmstu. Þess ber að geta í þessu sambandi að einkageirinn hefur gripið til þess ráðs að lækka laun og/eða minnka vinnu til að komast hjá uppsögnum. Þar eru sjálfstæðismenn í miklum meirihluta, og það er nákvæmlega það sama sem VG vill gera. Munurinn er hins vegar sá að það voru sjálfstæðismenn sem komu öllu til helvítis hér á landi með mismunun og einkavinavæðingu og ekki síst með því að gefa völdum vinum og flokksfélögum sameiginlega verðmæti þjóðarinnar. Nú þurfa þeir sem taka við, hvort sem það vera VG eða aðrir, að moka skítinn eftir sjálfstæðissukkið og það kann að fela í sér að beita sömu meðulum við launalækkun og skattahækkun og sjálfstæðismenn eru rétt nýlega búnir að gera. Hins vegar vilja VG lækka laun hátekjufólks og hækka skatta fjármagnseigenda, öfugt við gerðir sjálfstæðisflokksins.
corvus corax, 16.4.2009 kl. 21:38
Þessir háu vextir eru arfleifð Davíðs Oddssonar og félaga.
Vésteinn Valgarðsson, 17.4.2009 kl. 01:22
Get engan veginn verið sammála þér Sigurður. Svona lítum við misjöfnum augum á veröldina. Er það rangminni hjá mér að uppsagnir, minni vinnutími og launalækkanir hafi byrjað í lok síðasta árs?
Hvað finnst þér t.d. að milljón á mánuði eigi að borga í skatt? En 100 þús? Segðu okkur hvernig þér finnst að kaupin eiga að gerast á eyrinni.
Hildur Harðardóttir (IP-tala skráð) 17.4.2009 kl. 08:34
Vinstri grænir og Samfylkinginn hafa talað um að lækka laun þeirra sem eru með yfir 400 þús og yfir og taka skatta af þeim sem eru aflögufærir. Það er ekki verið að tala um flata hækkun eða lækkun.
Það var þó heiðarlegt svar hjá VG og S að segja að þetta væri ekki útilokað að það þurfi að hækka skatta og lækka laun. Ekki útilokað.
En ef auðmenn á skattaskjóli og þeir sem flutt hafa peninga úr landi (ekki er útilokað að það sé töluvert) kæmu með peningana inn og bæru sjálfir ábyrgð á Icesave og fleiru klúðri, þá þarf ekki að lækka laun né hækka skatta!
Bragi Einarsson, 17.4.2009 kl. 10:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.