19.4.2009 | 21:05
Framsókn situr í súpunni. Segir að Vinstri stjórnin hafi brugðist flokknum og þjóðinni.
Útspil hins nýja formanns Framsóknarflokksins vakti athygil á sínum tíma þegar hann sagðist myndi verja Vinsri stjórnina falli. Mörgum fannst skrítið að hann skyldi treysta Jóhönnu og Steingrími J. að þau myndu starfa að heilindum með Framsóknarflokknum.Á þeim tæpu 80 dögum sem Samfylking og Vinstri grænir hafa starfað í skjóli Framsóknarflokksins kveður nú við annan tón hjá Sigmundi Davíð.
Hann segir nú að Samfylkingin og Vinstri grænir hafi brugðist flokknum og þjóðinni og ekki unnið að þeim málum sem minnihlutastjórnin átti að vinna að. Sérstaklega fær Samfylkingi slæma dóma frá formanni Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn loftbóluflokk og aðeins vinna í sýndarmennsku og reyna þannig að afla sér fylgis í kosningunum.
það er athyglisvert að guðfaðir Vinstri stjórnarinnar skuli gefa stjórninni algjöra falleinkunn. Það hlýtur að vera erfitt fyrir Framsóknarflokkinn að bera ábyrgð á stjórn sem þeir segja að hafi brugðist þjóðinni. Enn furðulegra er svo að heyra í forystu Framsóknarflokknsins þegar þeir segja sinn æðsta draum að komast í ríkisstjórn með Samfylkingunni og Vinstri grænum.
Halda þeir virkilega að eðli og vinnubrögð Samfylkingarinnar muni eitthvað breytast á næstunni?
Það er virkilega táknrænt að Framsóknarflokkurinn skuli bjóða uppá súpu,þar sem þeir sitja svo rækilega í Vinstri súpunni, sem þeir sjálfir sáu um eldamennskuna.
Kosningakjötsúpa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Stráksi er búinn að spila botninn úr buxunum. Hvað ætli Framsóknarmenn hafi eiginlega verið að hugsa þegar þeir gerðu hann að formanni? Mann sem aldrei hafði á þingi setið, aldrei tekið þátt í stjórnmálum og var nýgenginn í flokkinn. Ætli þeir hafi haldið að reynsla skipti engu máli?
Ég vissi reyndar frá fólki sem þekkir hann að hann myndi ekki vera vandanum vaxinn og nefndi það hér á blogginu. Framsóknarmenn hefðu betur hlustað á mig.
Baldur Hermannsson, 19.4.2009 kl. 21:32
Mjög góður punktur Sigurður.
Hvert atkvæði sem ekki er greitt sjálfstæðisflokknum eykur líkur á vinstri stjórn. Munið það góðir hálsar.
Helgi Már Bjarnason, 19.4.2009 kl. 21:48
Hvað hélt hann eiginlega ? Að hann myndi stjórna öllu á bak við tjöldin? Ef Framsókn vildi hafa áhrif þá áttu þau að fara í stjórnina. Þessi flata niðurskurðarleið sem Framsókn talar um er eitt það vitlausasta sem hefur komið fram upp á síðkastið. Margir standa alveg undir sínum skuldum og engin ástæða til að hjálpa þeim sem geta hjálpað sér sjálfir.Auðvitað ræðst hann á Samfylkinguna því hann er náttúrlega öfundsjúkur út í fylgið þeirra. Það er einhver falskur hljómur í málflutningi Framsóknar sem er ekki að gera sig.
Ína (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 00:58
Það verður að viðurkennast að það fer Framsókn afskaplega illa að hafa varið þessa vinstri stjórn. Og því miður hefur líka verið gefið út af hálfu forsvarsmanna flokksins að vinstri stjórn sé nánast eini kosturinn. Mér finnst menn hafa verið afskaplega duglegir að skjóta af sér lappirnar!
Guðmundur St Ragnarsson, 20.4.2009 kl. 03:05
Formaður framsóknar hefur greinilega ekki fylgst mikið með pólitík að detta það í hug að Samspillingin mundi ekki bregðast trausti,það mætti t.d. halda að þeir hefðu ekkert verið í síðustu ríkisstjórn þó þeir hefðu 6.ráðherra þar,sennilega bara verið að láta taka myndir af sér í ráðherrastólunum.
Ragnar Gunnlaugsson, 20.4.2009 kl. 11:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.