Kjörorð Vinstri stjórnar. Aftur til fortíðar,ríkisrekstur,skattahækkanir,höft og miðstýring.Ótrúlegt ef meirihluti landsmanna vill þetta.

Nú eru aðeins fimm dagar þar til gengið verður til kosninga. Samkvæmt öllum könnunum hingað til virðist það blasa við að þjóðin kalli yfir sig hreinræktaða Vinstri stjórn. Auðvitað má vel vera að kjósendur átti sig á þessum fimm dögum að það er ekki gæfulegt fyrir framtíðina að ætla að fela Samfylkingunni og Vinsri grænum stjórn landsins næstu árin.

Það fer ekkert á milli mála að Vinstri menn telja að hægt sé að vinna sig út úr vandanum með því að hækka alla skatta og búa til nýja.Þeirra ær og kýr er ríkisrekstur,miðstýring,höft og pappírs og nefndir til að skoða hitt og þetta.Leið til viðbótar eru hugmyndir um að lækka launin. Hafa kjósendur virkilega trú á því að þessar aðgerðir munu verða til þess að atvinnulífið fari á fulla ferð. Halda menn virkilega að aukin skammtheimta verði til þess að bjarga heimilunum.

Hafa kjósendur virkilega trú á því að afturhaldsstefna Vinstri grænna komi til bjargar slæpmu efnahagsástandi þjóðarinnar.

Kjósendur þurfa virkilega að hugsa sig vel um þessa 5 daga og kynna sér virkilega framtíðarsýn flokkanna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Við höfum nú lifað í fortíðini síða 6 oktober. Svo það er engin nýlunda fyrir okkur í dag. Ég vil hinsvegar fara að hefja framtíðina en hún bara getur ekki hafist fyrr en fortíðin er búin.

Offari, 20.4.2009 kl. 11:29

2 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Það versta er bara, að það virðist sem við fáum vinstri stjórn sama hvaða flokk við kjósum. Enginn þeirra hefur bent á trúverðuga leið í gjaldeyrismálum og hvernig við komumst út úr höftunum, nema þá með því að ganga í ESB. Þeir sem tala um að hækka ekki skatta eru því miður ekki trúverðugir - hvernig á annars að stoppa í fjárlagagatið? Og flestir virðast þeir sammála um að leiðin til að auka atvinnu felist fyrst og fremst í ríkisrekstri eða ríkisstyrkjum. Eina ljósi í myrkrinu virðast því miður vera hugmyndir VG um að lækka laun í opinbera geiranum - eins og sveitarfélögin hafa verið að gera hjá sér. Hvað sem okkur finnst um VG hljótum við að viðurkenna að við núverandi aðstæður er slíkt mjög skilvirk og fljótleg leið til að draga saman í ríkisrekstrinum.

Þorsteinn Siglaugsson, 20.4.2009 kl. 11:41

3 identicon

Takk fyrir þessa færslu.

Já og trúum við því að VG geti búið til störf ?

Hvað eru margir sjálfstætt starfandi innan þeirra raða ? Það þarf hugrekki og úthald til að skapa störf og stofan fyrirtæki. Það er ekki nóg að ræða það á flokksfundum. Ríkið býr ekki til störf. Ríkið getur aðeins skapað ramma utan um þá sem að hafa dug og þor til að skapa störf.

Valborg Kjartansdóttir (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 11:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband