21.4.2009 | 10:50
Borðið meira er tillaga Atla Gíslasonar í atvinnumálum Sunnlendinga.
Atli Gíslason virðist njóta mikils stuðnings í Suðurkjördæmi og er það með ólíkindum miðað við afstöðu hans til margra framfaramála í kjördæminu. Atli og Vinstri grænir eru á móti atvinnuuppbyggingu í Helguvík,samt ætlar fjöldi fólks á Suðurnesjum að kjósa hann á þing. Er það nú rökrétt ákvörðun miðað við afstöðu hans til atvinnuuppbyggingar á Suðurnesjum.
Atli og VG eru á móti því að virjað verði í neðri hluta Þjórsár. Virkjun þar err undirstaða að ný atvinnutækifæri geti skapast á Suðurlandi t.d. með netþjónabúum. Þrátt fyrir andstöðu Atla virðist fjöldi fólks ætla að kjósa hann. Er það nú rökrétt?
Atli og Vinstri grænir ætla að þjóðnýta kvótann. Margir telja að það muni leggja margar sjávarbyggðir í rúst. Samt ætlar fjöldi fólks í þessum sveitarfélögum aqð kjósa Atla og VG.Er það nú röklrétt?
Í framboðsspjallinu á Selfossi í gær sagði Atli að fólk ætti að borða meira af íslenskum landbúnaðarafurðum. Þqað skapaði vinnu. Allt er það nú gott og satt. En miðað við stefnu Atla um launalækkun,hækkun skatta og að neita að styðja atvinnuuppbyggingu er alls ekki líklegt að margir geti leyft sér mikin munað í kaupum á íslenskum landbúnaðarvörum.
Það þarf frekar að efla atvinnulífið,lækka vexti ,sleppa skattahækkunum o.s.frv.Með því móti fer atvinnulífið að snúast á ný og þá lagast kjör fólks smátt og smátt og þá getur það notað aukinn kaupmátt í kaup á landbúnaðarvörum. Þaqð gerist ekki með stefnu Atla og VG.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Það þarf frekar að efla atvinnulífið,lækka vexti ,sleppa skattahækkunum o.s.frv.Með því móti fer atvinnulífið að snúast á ný og þá lagast kjör fólks smátt og smátt og þá getur það notað aukinn kaupmátt í kaup á landbúnaðarvörum. Þaqð gerist ekki með stefnu Atla og VG."
Svona gæti þetta hugsanlega gengið ef ríkið væri ekki gríðarlega skuldugt. Ef halda á uppi megninu af þeirri almannaþjónustu sem ríkið rekur og greiða skuldir þá mun þurfa að hækka skatta, sama hverjir sitja í stjórn. Allt annað er haugalygi og afneitun.
Forsenda þess að þessi aðferðafræði Sjálfstæðisflokksins gangi upp ein og sér er að að ríkið neiti að borga Icesave og taki ekki lán hjá IMF. Það er vel hægt en yrði sársaukafullt í nokkur ár. En erfiðleikar eru auðvitað nokkuð sem þjóð sem þjáist af offitu í eiginlegum og óeiginlegum skilningi er ekki tilbúin að leggja á sig. Þessvegna ljúga stjórnmálamennirnir.
Það hefur örlað á þeirri tilhneigingu hjá VG að segja sannleikann, sem er ekki hægt að segja um aðra flokka. Það getur vel svo farið að það þurfi að lækka laun, ofan á alla þá kjaraskerðingu sem orðin er. Tilgangurinn með því yrði auðvitað sá að ná fram niðurskurði án uppsagna. Þessu er svo svarað með tómum útúrsnúningum, m.a. á þann hátt að neysla muni minnka enn frekar o.s.fr. Þessir merkilegu gagnrýnendur ættu kannski að svara því hvort atvinnuleysingjar neyti mikils hagkerfi landsins til bóta, sérstaklega þegar þeir hafa sest að annarsstaðar.
Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 11:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.