Jóhanna hlustar ekki á Vinstri græna. Þeir skulu víst í ESB. Hvað segir Bjarni Harðarson nú.

Margir halda því fram að Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar,sé mjög erfið í samstarfi og hlusti ekki á skoðanir annarra. Það virðist greinilega koma í ljós núna. Þrátt fyrir að forystumenn VG lýsi því yfir hver á eftir öðrum að þeir séu ekkert á leiðinni í Evrópusambandið segir Jóhanna,Vinstri grænir eru á fullri ferð á leiðinni í Evrópusambandið með okkur í Samfylkingunni.

Skrítið ef Vinstri  grænir eru sáttir að vera meðhöndlaðir á þennan hátt af Jóhönnu. Þetta eru reyndar sömu vinnubrögðin og gagnvart formanni Framsóknarflokksins. Hlusta ekkert á hans rök,heldur gera bara lítið úr hans skoðunum.

Mér finnst Jóhanna vera að segja kjósendum. Það er ekkert að marka þessar yfirlýsingar Vinstri grænna. Þeir eru tilbúnir í ESB. Er það raunveruleikinn virkilega þannig? Eru Vinsri grænir bara að sýnast að vera á móti fyrir kosningar?

Hvað ætli Bjarni Harðarson segi nú. Hann er nýbúinn að lýsa yfir stuðningi við Vinstri græna,þar sem þar fari flokkur sem alls ekki vilji fara í ESB. Bjarni segist treysta þeim.

Jóhanna skaut rök Bjarna niður með einu föstu skoti. Hvað gerir Bjarni Harðarson nú ?


mbl.is Til Evrópu með VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Þá er bara Frjálslyndi flokkurinn eftir. Þeir vilja ekkert ESB kjafæði. Mínir menn.

Gísli Ingvarsson, 21.4.2009 kl. 15:05

2 identicon

Einhverra hluta vegna hef ég það á tilfinningunni að það sé eitthvað sem flokkarnir séu að leyna fyrir okkur, eins og þeir hafi þegar komist að samkomulagi um hvað þeir ætli að gera en vilji ekki segja frá því fyrir kosningar. Það er alveg ljóst að VG eyðilögðu samningsstöðu sína ganvart Samfylkingunni þegar þeir útilokuðu samstarf við Sjálfstæðisflokkinn. Annaðhvort voru þeir svona skammsýnir og hugsuðu ekki út í það hversu illa þeir myndu standa gagnvart Samfylkingunni um evrópumálin eða þá að þeir höfðu komist að einhverri niðurstöðu þegar þegar þeir gáfu út yfirlýsinguna.

Axel (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 15:39

3 identicon

Það verður engin slöpp "búsáhaldabylting" ef að Ísland ákveði að ganga í ESB, það verður allt brjálað, og það verða mestu og lang alvarlegustu mótmæli sem að nokkrusinni hefur sést á Íslandi og ofbeldi á pottþétt eftir að brjótast út.

Þór (IP-tala skráð) 21.4.2009 kl. 16:09

4 Smámynd: Skarfurinn

Málið er nokkuð einfalt held ég, verði Samfylking stærsti flokkur landsins í næstu viku og fær þá  örugglega áfram forsætisráðherraembættið munu þau kreista út umsókn um ESB, en verði VG stærstir þá fer ESB algjörlega í salt. Nú verða menn að spá í spilin og kjósa rétt.

Skarfurinn, 21.4.2009 kl. 21:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband