Stöð 2. Spilin á borðið varðandi styrki og fyrirgreiðslu til frambjóðanda og flokka.

Stöð 2 ýjar að því að hún hafi undir höndum merkilegar upplýsingar um styrki til frambjóðenda stjórfnmálaflokkanna frá stórfyrirtækjum landsins. Aðeins örfá nöfn eru nefnd og ekki nefnt um hvaða fjárhæðir er að ræða.

Stöð 2 verður að upplýsa nánar um þessi mál og gera grein fyrir hvað Baugur,FL og jafnvel fleiri greiddu til einstakra frambjóðenda.

Stöð 2 talar einnig um allt að tugmilljóna lána til stjórnmálamanna án nokkurs veðs,sem lánað hafi verið stjórnmálamönnum til að braska með hlutabréf. Stöð 2 getur bara ekki slengt svona fram án þess að upplýsa þjóðina nákvæmlega um hvað er að ræða. það er líka öllu óþolandi fyrir stjórnmálamenn,sem, hafa hreinan skjöld að liggja undir þessu. Stöð 2, spilin á borðið.

Stöð 2 þarf einnig að upplýsa hvort Samfylkingin sé með sínar skuldir á biðreikningi varðandi auglýsingar á Stöð 2 og Fréttablaðinu.

Stöð 2 þarf einnig að kanna þann orðróm að Samfylkingin hafi fengið verulegar háar upphæðir ni'ðurfelldar hjá fyrrum eigendum Stöðvar 2 og Fréttablaðsins.

Margoft hefur verið talað um að mikil tengsl væri milli Samfylkingar og baugs og fyrirtækjum tengdum þeim. Svipaður orðrómur hefur verið uppi um tengsl Samfylkingarinnar við Jón Ólafsson.

Það er því nauðsynlegt að rannsóknarblaðamenn Stöðvar 2 fari ofan í öll þessi mál og upplýsi þjóðina.Stóra styrkjamálið hjá Sjálfstæðisflokknum er ekki gott mál fyrir flokkinn. Miðað við margt sem nú er að koma fram hlýtur að vera eðlilegt að Samfylkingin geri hreint fyrir sínum dyrum ef Stöð 2 ætlar að hiksta rannsóknarblaðamennsku sinni.

Það er ekki nóg að Ingibjörg Sólrún afgreiði málin með því að segja að það hafi bara verið allt annað umhverfi þá og þar með á Samfylkingin að hafa fengið syndakvittun.

 

 


mbl.is Háir styrkir frá Baugi og FL
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband