24.4.2009 | 00:43
Framsóknarflokkurinn getur "þakkað" sér hvernig komið er.
Eitthvað það furðulegasta sem gerst hefur í stjórnmálasögunni er sköpunarverk Sigmundar Davíðs,formanns Framsóknarflokksins,á 80 daga minnihlutastjórn Vinstri manna. Framsóknarflokkurinnn ber höfuð ábyrgð á því að við höfum haft Vinstri stjórn,sem hann segir sjálfur að hafi ekkert gert í að vinna að lausnum fyrir vanda heimilanna eða fyrirtækja landsins,heldur hafai Steingrímur og Jóhanna notað þessa 80 daga til að undirbúa kosningarnar með sýndarmennsku og innihaldslausum loforðum.
Nú er spurning hvort kjósendur ná áttum fyrir laugardaginn og sjá að það er allt annað en Vinstri stjórn sem íslenska þjóðin þarfnast.
Lausnin felst ekki í að lækka launin og hækka skatta. Fái stefna Vinstri grænna að ráða hér næstu árin verður algjör stöðnun og atvinnulífið mun ekki ná sér á strik.Ekkert verður af framkvæmdum eins og álveri í Helguvík. Það er gjörsamlega óskiljanlegt að nokkrum kjósenda á Suðurnesjum skuli detta í hug að kjósa Vinstri göldum erræna.
Ætla sjávarútvegsbyggðarlög eins og Garðurinn,Sandgerði,Þorlákshöfn,Grindavík og Vestmannaeyjar virkilega að kjósa Samfylkinguna og Vinstri græna sem boðað hafa stefnu sem mun rústa þessum byggðarlögum. Það getur varla verið að íbúar þessara byggðarlaga vilji stuðla að því með stuðningi við Samfylkingu og Vinstri grænna.
Því miður er það ansi seint sem Framsóknarflokkurinn er að sjá að hans ákvörðun um að hafa búið til Vinstri stjórn er að stefna þjóðinni í algjört öngstræti.
Það eina sem getur komið í veg fyrir að afturhalds og skattpíningarstjórn Vinstri flokkanna nái völdum er að Sjálfstæðisflokkurininn fái góða kosningu.
Sigmundur Davíð spáir öðru hruni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Sigurður
Ég á í smá vandræðum með að stjórna skapi mínu þegar ég les svona pistil eins og þennan hjá þér. En ég skal reyna að vera kurteis.
Ég ætla að minna þig á það að gefnu tilefni að Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að vera við völd í 18 ár. Hvað þarf þessi flokkur, sem þið haldið svo stíft með að minnir á stuðning 7 ára drengs við fótboltalið, að gera af sér svo augu ykkar opnist. Landið er rjúkandi rúst eftir íhaldið og þið finnið ykkur ekkert betra að gera en kenna öðrum um. Svona eins og 7 ára hnáðinn gerir ef hans lið tapar þá er það yfirleitt dómaranum að kenna. Þú ert nú kominn á þann aldur að maður býst við meiru. Þú ættir til dæmis að hafa það fram yfir 7 ára drenginn að hafa heyrt máltækið ,,árinni kennir illur ræðari" Ég ætla líka að leifa mér að minna þig á að þið voruð með forsætis og fjármálaráðuneytin nánast allan tímann. Finnst þér að flokkurinn þinn hefði ekki gott af gagnrýni frá ykkur og fylgishruni niður fyrir 10% svo endurnýjun og tiltekt fari fram. Það er staðreynd að viðbjóðurinn vellur upp úr hverju skófari sem stjórnarflokkar undannfarinna ára hafa skilið eftir sig á íslenskri grundu. Það sem þið Sjálfstæðismenn þurfið að gera er bara að opna augun, viðurkenna mistökin, skipta út spillingarliðinu og svo getið þið farið fram á að þjóðin fylki sér að baki ykkar.
En af því að þú talar um skattpíningu þá meiga vinstri menn þó eiga að skattpíningin fer fram þar sem peningarnir eru en ekki hjá öryrkjum og barnafólki að hætti íhaldsins.
Það væri fróðlegt að heyra í þínum líkum ef landið væri í álíka rúst og nú eftir áralanga setu vistri manna.
Magnús Vignir Árnason, 24.4.2009 kl. 11:29
Og hvað gerir XD þá?
Leifur Finnbogason (IP-tala skráð) 24.4.2009 kl. 11:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.