Ótrúlegur vandræðagangur vinstri manna.

Fyrir kosningar gáfu Vinstri grænir og Samfylkingin út hástemdar yfirlýsingar um að flokkarnir gengju bundnir til kosninga. Það lá fyrir að þeir ætluðu að starfa áfram saman í ríkisstjórn. Það vekur því furðu að þeir skulu þurfa nokkrar vikur til að reyna að ná saman um stjórnarsáttmála. Var okkur ekki talin trú um það fyrir kosningar að allt væri á fullu við að vinna að lausn allra vandamála. Var okkur ekki sagt að allt lægi á borðinu til að bjarga heimilum og fyrirtækjum. Hvers vegna þarf þá allan þennan tíma? Var ekkert að marka yfirlýsingarnar fyrir kosningar.

Svo virðist sem mestur tíminn fari í að ræða ESB málin. Atli Gíslason þingmaður VG segir það fáránlegt þar sem mörg mun brýnni mál bíði úrlausnar. Samt sem áður liggur það í loftinu að VG ætli að fórna að mestu sinni hörðu afstöðu og samþykkja kröfur Samfylkingarinnar varðandi ósk um aðildaviðræður. Einhverjum stuðningsmönnum VG hlýtur að líða hálf illa um þessar mundir.

Ef vikurnar halda áfram að líða án þess að nokkuð raunhæft gerist til að ástand mála lagist hljóta Hörður Torfason og Hallgrímur Helgason  vakna á ný og sækja potta og pönnur og mæta á Austurvöll.  Eða er kannski bara allt í sómanum að sætta sig við óbreytt ástand ef það heitir Vinstri stjórn?

 

 


mbl.is Stjórnarmyndunarviðræðum haldið áfram
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhann Páll Símonarson

Heill og sæll Sigurður.

Þetta sem þú segir er hverju orði sannara. Ég legg það til að Borgarhreyfinginn byrji á því að berja potta og pönnur og opni á útifund ef hún ætlar að standa undir nafni. Ríkistjórinn með leppstjórn Framsóknarflokksins í broddi fylkingar hefur stutt þessa ríkistjórn í einu og öllu. Framsóknarflokkur kemst ekkert undan sinni ábyrgð.

Þetta ástand er ekki hægt að líða lengur fólkið og fyrirtækjunum er að blæða út.

Jóhann Páll Símonarson.

Jóhann Páll Símonarson, 4.5.2009 kl. 15:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband