Þurfti hálfan mánuð til að vera sammála um að vera ósammála.Ekki samkomulag um stærsta málið.Hvers konar ríkisstjórn verður þetta?

Ótrúlegt að hafa eytt mörgum dögum um að ræða ESB málið og niðurstaðan er að vera sammála um að vera ósammála. Ótrúlegt að ríkisstjórn skuli ekki ná samkomulagi um stærsta mál þjóðarinnar samkvæmt því sem Samfylkingin hefur haldið fram.Samfylkingin ætlar sem sagt að vísa því sem hún hefur kallað stærsta hagsmunamál þjóðarinnar til Alþingis án þess að samkomulag sé í ríkisstjórn.Aðrir flokkar eiga sem sagt að skera Samfylkinguna úr snörunni þannig að hægt sé að sækja um aðildaviðræður við ESB.

Fólk hlýtur að spyrja,þurfti hálfan mánuð til að fá þessa niðurstöðu í ESB málum ?

Vinstri grænir fengu örugglega mörg atkvæði vegna andstöðu sinnar við ESB. Nú ætla þeir sem sagt að gefa málið frá sér og láta aðra flokka ráða niðurstöðunni. Já,það má ýmsu fórna fyrir ráðherrastóla.

 


mbl.is ESB-málið til Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samúð mín með Íslendingum er takmörkuð. Við höfum margra áratuga slæma reynslu af vinstri stjórnum. Okkur var nokkuð ljóst hvað núverandi stjórnarflokkar hefðu fram að færa. En nú æmtum við og skræmtum yfir aðgerðum eða aðgerðaleysi stjórnarflokkanna.

Ég hef nú orðið litla samúð með löndum mínum þeir fá tækifæri til að breyta hlutunum, en hvað gerum við ? Við kjósum sömu atvinnufíflin aftur og aftur. Tími Jóhönnu var ekki og verður aldrei. Og þetta sótsvarta afturhald Steingrímur J. væri best geymdur sem vitavörður í Kolbeinsey.

Hættið að væla Íslendingar. Þið fá oft tækifæri til að hreinsa til í landsmálapólitíkinni EN GERIÐ ÞAÐ EKK. 

Egill Þorfinnsson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 10:32

2 identicon

Ótrúlegt alveg hreint!

"Ekkert liggur á" segja þau á meðan fyrirtæki og heimili brenna upp!!!!

Svavar Friðriksson (IP-tala skráð) 5.5.2009 kl. 10:34

3 Smámynd: Sigurjón Þórðarson

Mál málanna hlýtur að vera rílkisfjármálin.

Sigurjón Þórðarson, 5.5.2009 kl. 10:35

4 Smámynd: Þór Jóhannesson

Reynsla íslendinga af HÆGRI stjórn er algjörg HRUN efnahagsins og samfélagsins alls, og verður sú STAÐREYND höfð í manna minnum langt fram á næstu aldir.

En það er ekki nema von að auðvaldssinnar séu vælandi núna þegar lýðræðið og réttlætið fær að ráða enda kunnið þið ekkert nema hugsa á flokksræðis- og spillingarnótunum sem ykkur hefur verið alið upp að gera í FLokknum eina.

Þór Jóhannesson, 5.5.2009 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband