Það vantaði ekki hástemdar yfirlýsingar Samfylkingar og Vinstri grænna um kvótann fyrir kosningar. Þá boðuðu þessir flokkar fyrningaleið um 5% á ári. Taka átti kvótann frá útgerðum og gera hann að ríkiseign og úthluta að nýju.
Eflaust hafa margir hrifist af þessari stefnu Vinstri flokkanna og fagnað því að ráðast ætti nú af alvöru á kvótakerfið og umbylta. En hvað? Nú er upplýst að Samfylking og Vinstri grænir ætli sér engar breytingar,það sé ekki hægt vegna efnahagsástandsins.
Eru Jóhanna og Steingrímur J. að segja okkur að þau hafi ekki vitað af slæmu efnahagsástandi fyrir kosningar. Ætlast þau virkilega til að kjósendur trúi þessu. Hvers vegna voru þau að boða róttækar breytingar á kvótakerfinu,ef það er ekki mögulegt að fram,kvæma þær.
Það skyldi þó aldrei vera að tillögur um uppstokkun kvótakerfis hafi verið settar fram í þeirri vissu að það gæfi flokkunum nokkur atkvæði. Kjósendur sjá ef til vill núna að aldrei var nokkur alvara á bak við þessar tillögur.
Á góðri íslensku heitir þetta að svíkja kosningaloforð.
Hitt er svo annað mál að kannski er það best fyrir sjávarplássinn að Vinstri stjórnin svíki sín loforð sem sett voru fram fyrir kosningar.
Kvótakerfi ekki umbylt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hrikalega ómerkileg stjórn í burðarliðunum, ekki komin á koppinn og þegar farin að svíkja loforðin. Ég spái því að hér verði önnur bylting hjá almenningi áður en kjörtímabilinu líkur. Vegna kvótakerfisins, vegna svika við heimilin og almenning í landinu sem ein eiga að standa undir hruni efnahagslífsins, vegna þvingunaraðgerða inn í ESB, það er bara takmarkað hvað hægt er að nauðga þessari þjóð oft og lengi. Þessi verðandi ríkisstjórn komst til valda vegna byltingar fólksins og því ættu þau ekki að gleyma. Kvótakerfið sem nú er lag að leiðrétta ætla þau að henda frá sér, hvaða hagsmunir eru efstir hjá þessu fólki, bankaræningja, kvótakónga, útrásarvíkinga, peningafólk og að sleikja sig upp við Stofnannaveldi Evrópu, menntaklíku og elítu landsins og svo gefur það sig út fyrir að vera þjónar almennings. Kvótann burt, gefum íbúum þessa lands tækifæri til að afla sér tekna á heiðarlegan hátt og stuðlum að nýliðun í útvegsmannastétt og leggjum niður leiguliðaáþján kvótalausra útgerða, leggja niður fiskistofu sem kostar mörg hundruð milljarða á ári og er ekkert annað en lögreglustofnun að sovéskri fyrirmynd, við getum notað peningana í uppbyggingarstarf sem þar sparast. Enginn árangur af þessu kerfi. Nógur fiskur í sjónum og enginn að tala um að leggja niður fiskveiðistjórnum og óheftar veiðar, bara réttlátt og sanngjarnt kerfi fyrir borgara þessa lands.
Ásdís Jónsdóttir (IP-tala skráð) 6.5.2009 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.