Er Evran ekki lausn allra mála?

Samfylkingin hefur verið drjúg við að reka þann áróður að aðild að ESB og upptaka Evru sé lausn allra vandamála hjá okkur hér á Íslandi.Samfylkingunni hefur tekist ágætlega upp í sinni áráðursherferð eins og úrslit síðustu kosninga sýnir og að Vinstri grænir virðast ætla að gefa eftir varðandi ESB.

Það hljóta því einhverjir að hrökkva við þegar fréttir berast frá Írlandi að þar sé til umræðu að henda Evrunni og taka aftur upp írska pundið.

Er kannski ekki eins mikil  dýrð og dásemd í öllum ESB löndunum og Samfylkingin heldur fram.


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: GH

Ég hef reyndar aldrei heyrt Samfylkinguna halda því fram að evran sé lausn allra mála, þótt vissulega sé hún eina lausnin sem okkur stendur til boða. Það eru engin ný sannindi að sjálfstæð mynt hefur þann kost að fall hennar gagnvart öðrum myntum styrkir útflutningsatvinnuvegi -- þetta hefur alltaf verið rökstuðningur fyrir íslensku krónunni og stanslausu falli hennar í áranna rás. Vandinn er bara sá að þau vandræði sem heimili og fyrirtæki standa frammi fyrir nú er að hluta til tilkominn vegna hás gengis íslensku krónunnar á undanförnum árum -- sem ýtti undir gengdarlausar lántökur einstaklinga og fyrirtækja erlendis -- og þrátt fyrir lágt gengi krónunnar nú eiga útflutningsfyrirtæki í vandræðum vegna þess að öll okkar gjaldeyrisviðskipti eru í lamasessi. Upptaka evru mun sannarlega skapa ýmsan vanda, en við verðum bara að horfast í augu við þá staðreynd, að hvað sem einhver írskur hagfræðingur segir, þá er krónan okkar dauð (aðallega fyrir okkar eigin ábyrgðarleysi) og hún verður ekki endurreist. Þar er ESB ekki um að kenna, og Samfylkingunni ekki nema að litlu leyti, heldur aðallega fullkomlega ábyrgðarlausri fjárhagsstefnu ríkisstjórna Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks á viðkvæmu skeiði við upphaf góðærisins. 

GH, 9.5.2009 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband