Össur ekki eins harður við sjálfan sig og aðra.Eiga Bretar endalaust að fá að valtra yfir okkur?

Þeir sem fylgst hafa með stjórnmálamanninum Össuri Skarphéðinssyni í gegnum tíðina hafa tekið eftir því að hann sparar öðrum ekki kveðjurnar. Össur er vel ritfær og notar oft á tíðum stór orð um andstæðinga sína þegar honum finnst þeir ekki standa sig.

Miðað við það fyndist manni nú líklegt að Össur léti vel í sér heyra þegar forsætisráðherra Bretlands valtrar yfir okkur Íslendinga ekki bara einu sinni heldur oft. Vel má vera að Össuri finnist þetta óþægilegt þar sem Brown er nú nokkurs konar flokksbróðir Össurar og Bretar ráða miklu í ESB.Getur verið að Össur vilji ekki móðga Brown af þeirri ástæðu? Varla getur það verið eða hvað?

Einhvern veginn finnst manni viðbrögð Sigmundar Davíðs formanns Framsóknarflokksins karlmannlegri,þar sem hann segir að við eigum hreinlega að íhuga að slíta stjórnmálasambandi við Breta vegna framkomu þeirra í okkar garð.

Hvernig haldið þið að það verði efr Össur og félagar í Samfylkingunni eiga að setjast að samningaborðinu og ræða aðild Íslands að ESB. Hafið þið trú á að sá samningur verði mjög góður. Það eina jákvæða í þeirri stöðu er að þjóðin mun fella slíkt Samfylkingarplagg.

Það er með öllu gjörsamlega óþolandi hvernig Bretar meðhöndla íslensku þjóðina.Össur,vertu eins harður við Breta eins og þú ert við marga aðra.


mbl.is Ekki í þágu íslenskra hagsmuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur St Ragnarsson

Jú það getur vel verið Sigurður. Þetta eru jú flokksbræður, báðir ESB sinnar auðvitað. Það má ekki styggja neinn en okkur almenningi er boðið upp á leikrit af hálfu stjórnvalda þar sem þau þykjast vera rosa rosa reið en ekki nóg greinilega til að taka almennilega á þessum endalausa yfirgangi bretanna.

Guðmundur St Ragnarsson, 9.5.2009 kl. 14:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband