13.5.2009 | 14:14
Ekki lagast það. Allir í strætó eins og í gömlu kommaríkjunum.
Margir voru að vona að gengið færi nú eitthvað að lagast. Því miður virðist það ekkert vera að gerast nema síður sé.Það var hrikalegt að sjá í Morgunblaðinu í dag hve t.d. bifreiðar hafa hækkað mikið á síðustu mánuðum. Eldsneytið hefur einnig verið að hækka a undanförnu.
Svo dettur mönnum virkilega í hug að fara að setja einhvern munaðarskatt á bifreiðar og eldsneyti.
Heldur Vinstri stjórnin virkilega að hún nái inn tekjum með slíkum aðgerðum. Sala á nýjum bílum mun gjörsamlega hrynja endanlega verði slíkar hugmyndir að veruleika.
Vel má vera að Vinstri grænir vilji sjá til þess að allt venjulegt fólk eigi bara að nota almenningssamgöngur til að koma sér á milli staða eins og var í gömlu kommaríkjunum. Ég er ekki alveg viss um að Íslendingar séu tilbúnir að skrifa undir það.
Gengi krónunnar veikist um 0,5% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gleymdu því bara ALDREI kæri gremjubolti að sú staða sem komin er upp í samfélaginu er að ÖLLU leyti auðvalds- og spillingarflokknum sem ranglega kennir sig við sjálfstæði að kenna!
Því gleymir unga kynslóðin ALDREI og hjá henni liggur framtíðin - en ekki hjá staurblindum gremjuboltum sem geta ekki sætt sig við staðreyndirnar og að FLokkurinn hafi brugðist þjóðinni svona hrapalega.
Þór Jóhannesson, 13.5.2009 kl. 14:47
Sæll Sigurður
Alveg er dásamlegt að lesa efir þig hvern gremjupistilinn af öðrum þar sem kemur fram óánægja með vinstri stjórnina sem er að moka íhaldsflórinn sem ekki hefur verið þrifinn í 18 ár og er þar nú aldeilis haugurinn og virðist þar vera endalaus upspretta spillingarmála. Sennilega er nú ekkiallt komið í dagsljósið ennþá. Þínir kæru félagar lækkuðu skatta og þá helst á þá tekjuhærri eins og marg oft hefur komið fram, nú neyðast menn til að afla tekna til að reyna að stoppa í götin á íhaldsflórnum, gaman væri nú ef þú og þínir lituð þó ekki væri nema smá í eigin barm og viðurkenna að drullan er ykkar Sjálfstæðismanna og næstum engra annarra.
Kveðja
Magnús
Magnús Guðjónsson, 13.5.2009 kl. 16:03
Sigurður minn ég er nú farinn að hafa smá áhyggjur af þér. Þú virðist kominn með komma- heilkenni. Það er alveg ömurlegt að heyra og sjá hvernig komið er fyrir honum Hannesi Hólmsteini félaga þínum. Kveðja og áfram ÍBV.
Þorkell Sigurjónsson, 13.5.2009 kl. 17:14
Gaman að því að menn með mikla reynslu af pólitík, sveitarstjórnarmálum og blaðaskrifum séu svona óskaplega málefnalegir.
Páll Kristjánsson (IP-tala skráð) 13.5.2009 kl. 19:22
Jú,jú, auðvitað er ég eins og fleiri og fleiri óánægðir með Vinstri stjórnina. Annars held ég nú að aðalgremjan komi úr röðum Vinstri grænna. Nú síðast í kvöld heyrði ég einn af forystumönnum Vinstri grænna segja að það væri ansi hart að hans flokkur stæði fyrir hvalveiðum. Gremjan er nú mikil hjá mörgum VG að flokkurinn skuli ætla að sækja um aðild að Evrópusambandinu.
Já,Þorkell,um eitt getum við þó verið sammála um. Áfram ÍBV.
Sigurður Jónsson, 13.5.2009 kl. 20:08
Þór, mér þykir þú bjartsýnn að gera Íslendingum upp pólitískt minni! Ef Sjálfstæðismenn fara ekki í stjórn eftir næstu kosningar verð ég verulega hissa.
Gulli (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 09:32
Ekki meira en -½%! Sko gömlu krónuna!! Gulli...minnid getur verid stórt....en thad sem íslendingar hafa EKKI er hard-ware. Their geta ekki unnid úr og sett hlutina í samhengi. Their eru bara hressir. Jákvaedasta thjód í heimi. Minnst spillta thjód í heimi...jú jú...toppadi listann 2005.
Thjód sem kaus herramenn eins og Halldór Ásgrímsson og Davíd Oddsson aftur og aftur. Thjód sem afhenti bröskurum audlindir sjávar á silfurfati. Menn voru hressir, klárir í kollinum, betri en allir adrir í heiminum, flott á thví, flottir í tauinu og óku um á jeppum. Sannir garpar.
Gonni Doll (IP-tala skráð) 14.5.2009 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.