Hver hefur manna mest klofið þjóðina?

Það var broslegt að heyra að Ólafur Ragnar forseti hafi áhyggjur af því að eitthvert mál geti klofið þjóðina. Það er broslegt og kaldhæðnislegt að heyra það frá manni sem manna mest hefur stuðlað að því að valda sundrungu og klofningi meðal þjóðarinnar.

Ólafur Ragnar hefur starfað á allt annan hátt en forverar hans. Hann hefur valið að vera pólitískur forseti og gefið yfirlýsingar út og suður sem hafa valdið deilum og ágreiningi meðal þjóðarinnar.

Einsdæmi var þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir lög sem Alþingi hafði samþykkt. Það voru ekki allir sáttir við dekur Ólafs og yfirlýsingar í þágu banka og útrádsarvíkinga að ekki sé talað um þotuferðir hans með liðinu.

Það hafa ekki allir verið ánægðir með hvernig Ólafur Ragnar hefur haft afskipti af því að koma Vinstri stjórn á lappirnar og hvernig hann beitti formann Framsóknarflokksins þrýstingi.

Það er staðreynd að þjóðin hefur marg oft skipst í fylkingar eftir að Ólafur Ragnar hefur gefið út yfirlýsingar bæði innanlands og utan.

Hafi nokkur einn maður fremur öðrum stuðlað að klofningi meðal þjóðarionnar er það Ólafur Ragnar sjálfur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

,,,Þó að ég sé sjaldan sammála þér þá er sannleikskorn í þessu.

Res (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 11:14

2 identicon

Óli grís kan að bulla & rugla, næstum því falskari en .........!  Manni finnst ávalt ömurlegt að upplifa að yfirsvínið í SVÍNABÆ sé Óli grís....  Hann dansaði eins og hirðfípl fyrir auðmennina erlendis, og situr enn sem fastast í stólnum.  Þessi maður kan bara ekki að skammast sín....!

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 16.5.2009 kl. 12:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband