“Ég skora á hæstvirtan forsætisráðherra að tala einungis fyrir hennar eigin flokk en ekki okkur hin þegar hún talar fyrir aðild Íslands að Evrópusambandinu."

Fyrirsögnin er ekki höfð eftir Bjarna Benediktssyni,formanni Sjálfstæðisflokksins eða Sigmundi Davíð,formanni Framsóknarflokksins. Nei,þetta er það sem Guðfríður Lilja einn af leiðtogum Vinstri grænna hafði að segja um stefnuræðu Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra. Eins og svo oft áður sér Samfylkingin ekkert annað en að umsókn um ESB muni lækna og bæta allt hér á Íslandi. Margir eru farnir að hafa það á tilfinningunni að almenningur verði bara að bíða þar til búið er að samþykkja aðildaviðræður,þá muni allt lagast.

Það er væntanlega einstakt að forystumaður í öðrum stjórnarflokknum skuli gagnrýna forsætisráðherra eins og fram kom í umræðunum á Alþingi. Það er væntanlega einnig einsdæmi að formaður annars stjórnarflokksins skuli leyfa sér að tala þannig á Alþingi eins og það sé fullt samkomulag milli Vinstri flokkanna að lausn allra mála sé að sækja um aðild að ESB.

Sú spurning hlýtur að vakna hjá mörgum,hvort ráðamenn þjóðarinnar muni ekki á næstu vikum eyða allt of miklu púðri í umræður og átök um hvort og/eða hvernig standa eigi að umsókn til ESB.

Ætli það væri ekki heilladrýgra fyrir alla flokka að reyna að ná samkomulagi til björgunaraðgerða fyrir íslenskt þjóðfélag. Ég er n´ekki alltaf sammála Steingrími J. en er virkilega sammála honum þegar hann sagði að mál okkar yrðu aðeins leyst á Íslandi en ekki annars staðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Evrópubandalagið hefur virtst vera forgangur þessa flokks í 1/2 ár og virðist enn vera.  Og á meðan fólk missir allt og fjölskyldur flosna upp.  Og á meðan fólk flýr land og/eða undirbýr það.  Fjöldi fólks veit ekkert enn hvort það muni kjósa Evrópu neitt.  Og þannig er ekki verið að tala fyrir okkur öll. 

EE elle (IP-tala skráð) 20.5.2009 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband