Þolinmæðin á þrotum.Á ekkert að leiðrétta fyrir heimilin?

það er ósköp eðlilegt að þolinmæði almennings sé á þrotum. Margir bjuggust við að stjórnvöld myndu einhenda sig í að gera eitthvað rróttækt til að bæta skaða heimilanna. Það er því eðlilegt að nú hefjist að nýju mótmælaalda. Það er með svo miklum ólíkindum að ekki megi koma á neitt til móts við heimilin með almennum aðgerðum eins og niðurfellingu skulda. Hvers vegna eiga heimilin að þurfa að taka á sig alfarið verðbólguskotið. Hvers vegna er hægt að afskrifa skuldir hjá öllum öðrum en heimilum landsins.

Það er grafalverlegt mál sjái fólk þann eina kost að flæýja land. það getur orðið allt of mikil blóðtaka fyrir þjóðina.Svo er með ólíkindum að sjá um hvaða málefni er verið að ræða á Alþingi. Það vakti mikla reiði meðal almennings á sínum tíma og það með réttu þegar alþingi ætlaði að ræða frumvarp um að leyfa sölu áfengis í matvörubúðum. Það var alveg forkastanlegt.

En hafa Alþingismenn eitthvað lært af reynslunni? Því miður virðist það ekki. Enn er tímanum eytt í alls konar mál. Tryggvi Þór,þingmaður,bendir á að nú fara allar stofnanir að leggjast í frí,þannig að lítið gerist í sumar.

Þjóðin hefur ekki efni á að bíða endalaust. Fyrirtækin eru að lognast útaf,atvinnuleysi minnkar ekki,gengið hefldur áfram að versna,vextir lækka lítið, fleiri og fleiri heimili eru að missa kjarkinn og gefast hreinlega upp.

Það er á engan hátt að taka undir með félagsmálaráðherra að það sé bara allt í sómanum að atvinnulaust fólk leyti fyrir sér erlendis. Væri það nú ekki miklu betri leið að Vinstri stjórnin b retti upp ermar og færi að vinna a'ð virkilegri lausn til að koma atvinnulífinu í gang,þannig að fólk þyrfti ekki að flýja land.

Það er eðlilegt að boðað sé til samstöðufundar.

 


mbl.is Boða til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Gaman væri nú að vita hvað nákvæmlega þú vilt að gert sé til að koma rekstri fyrirtækja af stað. Það er verið að vinna á fullu við að koma bönkunum í gang aftur. En hvað vilja menn að gert sé fyrir fyrirtækin annað. Fella niður skuldir? Og á hvaða fyrirtækjum? Og hvaða skuldir? Og hvaðan eiga peningar að koma til þess að það sé hægt?

Þú sem vanur maður úr stjórnmálum hlýtur að sjá að við eigum nú ekki ótakmarkað fé, né höfum við aðgang að þvi til að leggja fyrirtækjum til. Og 20% leiðrétting á íbúðarlán auka ekki neyslu um sem því nemur þar sem að heimili skulda svo miklu meira og þær upphæðir sem sparast af íbúðarlánum fara þá í bílalánin, fellihýsin, hjólhýsin, sumarbústaði og önnur neyslulán fólks.

Ég í það minnst er að vona að stjórnvöld fari ekki út í stórtækar aðgerðir áður en búið er að kanna stöðuna til fulls, koma bönkunum í gang og semja við erlenda kröfuhafa. Því að sú staða gæti komið upp að aðgerðir sem gripið væri til án þess að afleiðingar séu ljósar að fullu, mundu endanlega setja okkur á hliðina. T.d. með því að tilkynna afskriftir á lánum sem við eigum ekki þar sem að samningar við kröfuhafa er ekki lokið. Þetta gæti leitt til þess að þeir vildu ekki semja um þau og fara fram á að þeir fái sjálfir að innheimta þau þar sem að þeir geti fengir meira út úr þeim sjálfir.

Magnús Helgi Björgvinsson, 21.5.2009 kl. 17:16

2 identicon

Það á að pína alla og lama, þau sjá ekkert nema ESB ætla sér þangað hvað sem það kostar. Þetta er siðlaust með öllu þessi frekjugangur.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 21.5.2009 kl. 18:02

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það eru 7 mánuðir liðnir frá bankahruninu og enn er ástandið að versna. Fyrirtækin verða að fá bankafyrirgreiðlsu þannig að þau geti haldið sinni starfsemi áfram og skapað atvinnu. Sveitarfélög og ríkið verða að fá fjármagn til að geta ráðist í mannfrekar framkvæmdir.það verður að gera leiðréttingu á hinni ósanngjörnu verðtryggingu. Það verður að lækka vexti strax.

Enn og aftur það má ekki koma fyrir að fólk fari að flytja til útlanda í stórum stíl. Þá fyrst getur orðið erfitt fyrir Ísland að ná sér aftur upp.

Sigurður Jónsson, 21.5.2009 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband