Mörg sjávarpláss óttast áhrif fyrningaleiðarinnar.

Árum saman hefur verið deilt um kvótakerfið enda eru augljósir gallarv á því kerfi. Auðvitað gengur það ekki að sumir hverjir virðast hafa getað lifað ágætis lífi á því að leigja eða selja kvótann sem þeir fengu á sínum tíma úthlutað. Auðvitað er ekkert vit í því að útgerðarmenn hafi getað búið til himinhátt verð fyrir kvótann og veðsett og tekið lán til að fjármagna í einhverjum allt öðrum atvinnurekstri en sjávarútvegi. Auðvitað gengur það ekki að útgerð geti selt allan kvóta byggðarlagsins í burtu og skilið sveitarfélagið eftir í sárum.

Aftur á móti hljóta að vakna efasemdir um það hvort fyrningaleiðin er sú rétta eða hvort hún verður til að skapa enn meiri vanda í sjávarplássum á landsbyggðinni. Er ekki mun nær að banna framsal kvótans eða þá að útgerðarmenn verði að borga ákveðið gjald til ríkis og/eða sveitarfélaga fyrir að hafa afnot af þessari sameign okkar allra.

Það hefur vakið athugli mína að margar sveitarstjórnir hafa sent mótmæli og varað við að fyrningaleiðin verði valin. Svo virðist sem innan sveitarstjórnanna sé full samstaða um að mótmæla.

Það hefur einnig vakið athygli mína að í mínu sveitarfélagi Garðinum hef ég ekki séð einn einasta staf um þetta í fundargerðum bæjarstjórnar.Garðurinn byggir afkomu sína að stórum hluta á útgerð og fiskvinnslu. Það skiptir því miklu máli fyrir sveitarfélagið hvernig þessi mál þróast á næstunni.

Það væri því eðlilegt að bæjarstjórnin léti sína skoðun í ljós eins og í öðrum sjávarplássum.

Jón Bjarnason,sj´varútvegsráðherra,segir að vinna eigi að þessum málum í sátt. Það er vel. Furðulegt er samt að Vinstri flokkarnir skuli gefa út að útgerðin missi sína eign á 20 árum en segja svo að það verði að vinnast í sátt. hefði ekki verið nær að byrja á að leita leiða til sátta.

Útgerðarmenn eins og aðrir hljóta að sjá að það þarf að gera breytingar þótt það sé ekki í formi fyrningaleiðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hverni er það í Garðinum byggist, útgerð þar upp á einstaklingsútgerð eða er ein stór útgerð þar sem getur stillt bæjarstjórninni uppvið vegg einsog í þeim plássum sem sent hafa frá sér ályktanir á móti fyrningarleiðinni.þú talar um að það hafi vakið athigli þína hversu "margar" sveitastjórnir hafa sent frá sér mótmæli,en þú virðist ekki gera þér grein fyrir að fyrir "sveitarfélögin" Mjóafjörð,Norðfjörð,Eskifjörð,Reyðarfjörð,Fáskrúðsfjörð og Stöðvarfjörðer bara ein sveitarstjórn og kallast þetta svæði FJARÐARBYGGÐ,svipaður er áróðurinn hinumegin landsins þar sem "sveitarfélögin"Arnarstapi,Hellisandur,Rif og Ólafsvík senda frá sér mótmæli en heyra reyndar undir eina bæjarstjórn sem er SNÆFELLSBÆR.svona getur nú áróður afbakað sannleikann og er ég ekki viss um að íbúar "sveitarfélags" einsog Stöðvarfjarðar kunni bæjarstjórninni miklar þakkir fyrir að standa við kerfi sem hefur svipt marga aleigunni í þágu fárra?

zappa (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 13:09

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Kvótakerfið hefur verið aðal gerandi í að grisja skóga á Suðurnesjum,--siglutréaskógana sem voru í hverri höfn.

Útgerðamenn hafa hreðjatak á ÖLLUM stjórnum þeirra byggðalaga sem þeir eru enn stórir.  Fáir í sveitastjórnum þora að álykta gegn þeim.

Lygin um, að kvótinn hafi nær allur verið keyptur og seldur er áróður af versta tagi.

Útgerðamenn hafa stofnað félög og selt þeim kvótaskipin, fært á milli skipa og selt svo, selt svo aftur til ,,móðurfélags og þannig búið til ,,óefnislegar eignir" í Kvóta.

Þetta eru bókhaldsbrellur sem færðar eru fram af þessum LÍjugurum og standa þeir í þeim efnum fyllilega undir nafni.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 27.5.2009 kl. 13:20

3 identicon

Kvótakerfið bjó til kreppu á landsbyggðinni og olli allt að 50% fólksfækkun í mörgum sjávarplássunum.  Kvótinn seldur burt og vinnan fór úr landi.

Hræðsluáróðurinn sem rekinn er núna af bæjarstjórnum (sumum) er pantaður af kvótaeigendum og ber ekki að hlusta á hann. 

Ástandið getur ekki orðið verra en það er núna og allar breytingar eru í það minnsta tilraunarinnar virði til að fá fólk til að flytja "heim" aftur. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.5.2009 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband