Vinstri ráðherrar vilja ekki móðga Kína.

Merkilegt að íslenskir vinstri stjórnar ráðherrar skuli ekki ætla að funda með Dalai Lama. Sennilega er ástæðan ótti við kommastjórnina í Kína. Þeir vilja ekki eiga á hættu að móðga kommana í Kína.'olafur Ragnar forseti var auðvitað svo snjall að vera erlendis. Hann getur þá alltaf sagt að hann hefði gjarnan viljað funda með Dalai Lama,en því miður verið að sinna skyldustörfum fyrir þjóðina erlendis.

Svo er auðvitða gaman að velta fyrir sér hvað Vinstri menn hefðu sagt um hæsgri stjórn hefði hún ekki fundað með Dalai Lama. Svari nú hver fyrir sig.


mbl.is Dalai Lama í heimsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Halldór Björnsson

Rétt eins og (kommúnista)Sjálfstæðisflokkurinn braut á Falung Gong meðlimum um árið af hræðslu við Kína? Við þurfum kannski á Kínverjum að halda meira núna en nokkurntíman. Allir óttast Kínverja, sama hvort þeir eru kratar, hægrimenn eða kommar...

Björn Halldór Björnsson, 1.6.2009 kl. 00:23

2 Smámynd: Andrés.si

Villust hugsun. Það er skilða að taka á móti erlend leiðtoga, sama hvort hann er andlegur eða pólitiskur.   Hér eru bara allir í felum alt frá forseta Óla til ráðherra.  Slæm viðhorf segi ég.

Andrés.si, 1.6.2009 kl. 00:52

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Helvítis, varst á undan mér Björn. En þarna grýtir Sigurður svo sannarlega hnullungum úr glerhýsi!

Páll Geir Bjarnason, 1.6.2009 kl. 01:34

4 identicon

Lestu grein Svavars Halldórssonar sem er í MBL í gær,hún segir allt sem segja þarf um hræsni þessara svokölluðu ráðamanna.

maggas (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 11:38

5 Smámynd: Hjörtur Guðbjartsson

Það er ávalt auðvelt að gagnrýna úr fjarlægð, en kannski er erfitt að standa í þeim sporum að velja einn fund framyfir gott samstarf við stærstu þjóð í heimi...

Hjörtur Guðbjartsson, 1.6.2009 kl. 12:45

6 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og þetta vinstra Alþingi er hrætt við Þýskarana. Á skyndifundi voru kröfur þeirra um fullt uppgjör vegna íslenkra þjófa samþykktar umyrðalaust. Því hafði verið hótað að skemma okkar góða samstarf við IMF og þar að auki var okkur hótað hundshaus við aðildarbeiðni til sæluríkis ESB.

Hvað er orðið langt síðan þessi þjóð átti menn inni á Alþingi?

Því er ég búinn að gleyma.

Árni Gunnarsson, 1.6.2009 kl. 13:54

7 identicon

Skynsamur hann forseti vor sem hefur oftar en ekki verið viðstaddur smáþjóðaleikanna að skipuleggja þá núna á Kýpur á meðan Dalai Lama væri á Íslandi

Flott samsæriskenning

sæmundur (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 16:39

8 identicon

Það er rétt að undirlægjuháttur og þjónkun Íslendinga er mikill þegar kemur að kúgurum mannkyns og líkast til hafa Sjálfstæðismenn, Framsóknarmenn og kratar lagst lægst allra.

Eða ertu ekki líka sammála því Sigurður að það eigi að draga þá Dabba og Dóra fyrir stríðsgæpadómsstól fyrir að vera viljugar druslur í græðgisvæðingu stórveldis og setja okkur tvo meinleysingjana í stóra hættu við það eitt að vera Íslendingar

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 1.6.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband