4.6.2009 | 09:43
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stjórnar landinu.Engin hagvöxtur í hávaxtastefnu.Furðulegt að Vinstri grænir sætti sig við að AGS fari með stjórnina.
Í maí boðaði peningastefnunefnd Seðlabankans að um verulega vaxtalækkun yrði að ræða í byrjun júní.Nú liggur það fyrir að þessi verulega lækkun er bara 1%. Það er með ólíkindum að horfa uppá það að svo virðist vera að Seðlabankinn sé ekki lengur sjálfstæð stofnun. Eftir að peningastefnunefnd boðaði verulega vaxtalækkun sagði AGS, kemur ekki til greina. Ríkisstjórnin gaf til kynna að um verulega vaxtalækkun yrði að ræða núna í júní byrjun. Kemur ekki til mála sagði AGS og það eru þeir sem stjórna landinu.
Aðilar vinnumarkaðarins eru sammála um að það þurfi að koma til veruleg vaxtalækkun til að koma atvinnulífinu í gang á nýjan leik,sem myndi draga úr atvinnuleysinu. Bankarnir eru fullir af peningum en atvinnulífið og einstaklingar ráða ekki við að taka lán á þessum vöxtum. þessir aðilar kalla á vaxtalækkun.
Lærðir menn í peningamálum hafa bent á að það verði engin hagvöxtur með hávaxtastefnu.
Það virðast allir vera sammála um að veruleg vaxtalækkun sé forsenda þess að það verði virkilegur viðsnúningur til hins betra í efnahagslífi okkar. Samt verður nánast engin vaxtalækkun. Það er orðið deginum ljósara að hvorki Seðlabankinn,fjármálaráðherra eða ríkisstjórnin ráða nokkru um stefnuna í efnhagsmálum þjóðarinnar. það eru hinir erlendu fulltrúar AGS sem stjórna landinu.
Það er ótrúlegt að horfa uppá þetta miðað við yfirlýsingar forystumanna Vinstri grænna um Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Nú sitja þau og standa eins og AGS segir þeim. Já,það má mikið leggja á sig til að fá ráðherrastóla og völd. Stuðningsmenn Vinstri grænna hljóta að vera ánægðir.
Eins og allir vita lagði Samfylkingin ofuráherslu á að fá Alþjóðagjaldeyrissjóðinn hingað til að stjórna landinu. Það er ótrúlegt að til skuli vera flokkur hér á landi sem virðist telja það besta kostinn fyrir þjóðina að erlendir aðilar stjórni landinu. Til viðbótar að fá AGS er það svo aðal stefnumál Samfylkingarinnar að fela Evrópusambandinu yfirráð yfir landinu.Ótrúlegt að Samfylkingin skuli vera orðin stærsti flokkur landsins.
Nánast engin vaxtalækkun þýðir nú að stöðugleikasamkomulag atvinnulífsins er í uppnámi. Það var síst ófriður á vinnumarkaðnum sem við þurfum ofaná allt annað.
Það kann ekki góðru lukku að stýra þegar erlendir aðilar stjórna landinu. Það er óskiljanlegt að Samfylkingin skuli berjast fyrir því.
Vextir lækkaðir í 12% | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já...heimska íslendinga kostar. Er thad ekki ágaett ad íslendingar hljóti thá refsingu sem their eiga skilda?
Vid hverju er ad búast thegar thjódin hefur gefid graent ljós á spillinguna í meira en 20 ár?
Kjósendur spillingarflokksins og framsóknar verda ad taka sökina á sig. Thad voru kjósendur spillingarflokksins og spilltu framsóknar sem kölludu yfir thjódina kvótakerfid sem er nú búid ad rústa efnahag og sidferdi thjódarinnar algerlega.
Ég segi bara: GOOD LUCK med ad byggja upp efnahaginn og thjódfélagid á theim gerspillta grunni sem kvótakerfid er og theirri fáránlegu adgerd sem 5% árleg fyrning er.
Framtíd íslands er kolsvört. Ísland verdur í framtídinni sama skrípólandid sem thad hefur verid sídan ad kvótakerfid var sett á.
Ad búast vid ad eitthvad lagist eda ad heidarlegt og gott fólk geti hjálpad thjódinni vid slíkar fáránlegar leikreglur og spillingu er hrein heimska.
Nei...Ísland heldur áfram ad vera sjúskad land og ekkert er líklegra en ad efnahagslegt gjaldthrot einstaklinga og fjölskyldna verdi algengara og algengara og baetist ofan á sidferdilegt gjaldthrot thjódarinnar.
Framtídin: Gjaldthrot einstaklinga og fyrirtaekja (hefur thegar hafist). Velferdakerfid hrynur(hefur thegar hafist). Thorskstofnin gaeti hrunid(hefur thegar hafist). Fasteignaverd hrynur(hefur thegar hafist).
Thad virdist vera algerlega ómögulegt ad koma thví inn í hausinn á fólki ad ef eitthvad jákvaett á ad gerast verdur thjódin ad losa sig vid kvótakerfid strax.
Sidferdi thjódarinnar er löngu hrunid.
Svört framtíd Íslands (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:23
Þeir sögðu að þeir myndu lækka vextina umtalsvert ef ríkisstjórnin færi loksins að gera eitthvað en hún gerði ekkert..... eins og vanalega.
Maður hefði haldið að þessi ummæli frá seðlabankanum fyrir mánuði sóðan hefði verið smá spark í rassinn á Jóhönnu en greinilega ætlar hún bara að keyra þjóðina í gjaldþrot því eina stefnan er að fara undir brussel valdið.
Þessi ríkisstjórn er algerlega úti á þekju og verður að fara að gera eitthað!
kv. Svavar Örn
svavar (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:29
Það er nú ekkert ótrúlegt við það að Samfylking sé orðinn stærsti stjórnmálaflokkur landsins, því að sá sem var fyrir í því sæti sigldi þjóðarskútunni í strand. Og þeir sem kvarta yfir stjórn AGS á íslenskum efnahagsmálum skyldu ekki gleyma því að (a) við neyddumst til að leita á náðir sjóðsins vegna þess að landið stefndi í gjaldeyrisþurrð og gjaldþrot og engum datt í hug að koma okkur til bjargar nema við færum að ráðgjöf AGS (enginn treysti íslenskum hagstjórnendum því þeir höfðu sýnt það að þeir voru ekki starfinu vaxnir) og (b) það var ekki AGS sem fann upp hávaxtastefnuna, því að hún hefur verið rekin af Seðlabankanum í áraraðir. Við verðum einfaldlega að horfast í augu við þá staðreynd að við búum við ónýta mynt og meðan ekki verður ráðin bót á því vandamáli hljótum við að búa við háa vexti, með allri þeirri áþján sem þeim fylgir. Og lærdómurinn er því: við leysum ekki vandann með því að afhausa sendiboðann -- ráðumst frekar að rótum vandans.
GH (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 10:37
Það er hjákátlegt að sjá Vilhjálm Egilsson væla núna eftir að hafað farið hamförum ásamt öðrum innlendum agentum og skæruliðum hryðjuverkasamtakanna AGS (IMF) sem gengu ljósum logum í öllum fjölmiðlum til að selja dýrðarboðskap hryðjuverkasamtaknna AGS (IMF), ESB og Samfylkingarinnar og þjóðin blindaðist af lygamörðum og "föðurlandsvinunum" og villuljósunum þeirra.
Bjarni Harðarson skýrði ágætlega framgöngu þessara aðila í bloggi fyrir stuttu:
" Vonandi finnum við þar efnislega umræðu um viðbrögð Davíðs sem hafði hárrétt fyrir sér á þessum tímapunkti. Við áttum aldrei að hleypa Alþjóða gjaldeyrissjóðnum hingað inn. Á sínum tíma gengu agentar sjóðsins með Vilhjálm Egilsson fremstan í flokki milli þingmanna og töluðu fyrir því að allir yrðu nú að leggjast á eitt svo Davíð yrði beygður í þessu máli.
Svo kom Ingibjörg heim frá New York og sagði kokhraust í samtali við Moggann; AGS fyrst, ESB svo..." (BH)
http://bjarnihardar.blog.is/blog/bjarnihardar/entry/889597/
Davíðs heilkennið og hatrið sem því fylgir er sennilega orðið þjóðinni mun dýrara en allt annað þegar uppi er staðið. Ef okkur hefði borið sú gæfa að einhver annar en hann hefði lagt til alla þá hluti sem hann gerði eftir hrunið væri staða okkar allt önnur og óumdeilanlega mun betri. Heimskan nærist á hatrinu.
Íslandseild Attac mótmælir því að íslensk stjórnvöld reki samdráttarstefnu í samráði við AGS sem muni dýpka kreppuna meira en nauðsyn krefur. Þetta er sama stefna og dýpkaði kreppuna í Austur-Asíu á sínum tíma. Í stað þess að reka ríkissjóð með halla til að vinna á móti samdrættinum er skorið niður. Nýlega hefur komið fram í fjölmiðlum að slæm staða sveitarfélaga geri að verkum að skera verði enn meira niður. Þetta er þvert á þær aðvaranir sem Sameinuðu þjóðirnar gefa. Nefnd á vegum allsherjarþings SÞ um kreppuráðstafanir varar við því að láta AGS ráða ferðinni. Stjórnvöld verða að breyta um stefnu, hætta að þjóna fjármagnseigendum og fara að reka kreppupólitík sem kemur almenningi til góða.
http://www.attac.is/
Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 4.6.2009 kl. 14:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.