Íbúalýðræði er flott orð í hugum Vinstri manna þegar þeir eru í stjórnarandstöðu,en ómögulegt þegar þeir eru í stjórn.

Vinstri mönnum er mjög tamt að tala um íbúalýðræði og fólkið eigi að fá að segja sitt álit í þjóðaratkvæðagreiðslu. Vinstri menn eru mjög harðir á þessari skoðun sinni þegar þeir sitja í minnihluta. Komist þeir aftur á móti til áhrifa virðist þetta sjónarmið eins og svo mörg önnur í þeirra bókum ekki eiga við þegar þannig stendur á.

Hvers vegna má þjóðin ekki greiða atkvæði um Icesave samninga Vinstri stjórnarinna? Er það ekki alveg dæmigert mál þar sem afstaða þjóðarinnar er mjög skipt. Meira að segja kemur fram að þingflokkur Vinstri grænna sé ekki einhuga í málinu.

Ég held að það hafi sjalda sannast eins vel á nokkrum manni og Steingrími J. og síðustu daga að þar fara tveir Steingrímar,annar er stjórnarandstæðingurinn Steingrímur og hinn Steingrímurinn er stjórnarsinni.

Útlitið er eins,en tóntegundin er allt önnur eftir því hvort hann er í stjórnarandstöðu eða í stjórn og svo eru skoðanirnar vitanlega eins og dagur og nótt.

Þau eru falleg orðin þjóðaratkvæðagreiðsla og íbúalýðræði þegar Vinstri menn eru í stjórnarandstöðu,en ónothæf í stjórn.

 


mbl.is Valtur meirihluti í Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Tómt píp í þeim báðum,  algerlega vanhæft fólk.

Það verður bara að koma þessu liði út úr stjórnarráðinu sem allra fyrst.  Þau eru ekki starfi sínu vaxin.

Sigurður Sigurðsson, 9.6.2009 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Sept. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.9.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828534

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband