Hvernig getur fasteignamat hækkað þegar söluverð íbúða hefur lækkað?

Undrandi var ég að sjá þessa niðurstöðu frá fasteignamatinu. Eftir hverju er eiginlega farið.?Ég hef staðið í þeirri trú að fasteignamatið væri raunverulega að endurspegla fasteignamarkaðinn. Það hefur því ekki verið skrítið síðustu ár að fasteignamat hafi hækkað verulega. En að matið skuli hækka núna þegar allt hefur verið á niðurleið er alveg ótrúlegt og erfitt að skilja.

Það er ansi hart fyrir íbúðaeigendur að þurfa að borga hærri fasteignaskatta nú en s.l. ár. Afborganir af íbúðalánum hafa hækkað gífurlega og söluverð íbúða hefur fallið.Hvernig er þetta hægt?

Ætla engin takmörk að verða hversu hart á að ganga í að skattleggja alemenning.


mbl.is Fasteignamat íbúða hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er bara skattlagning.  Spurning hvort þetta standist lög .  Allavegana bið ég um góðan rökstuðning fyrir þessu.

jonas (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:19

2 identicon

Það var löngu vitað að það þyrfti að ná auknu fé til sveitarfélaga því þau eru flest  mjög miklu verr stödd en það  sveitarfélag sem þú stjórnaðir.Það fer í mig er að þetta skekkir enn vísitölugrunninn fyrir verðtrygginguna.Getur verið að lækkun húsnæðisverðs fáist ekki reiknað í vísitöluna? Er það þá ekki fölsun?

Hörður Halldórsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 12:49

3 identicon

Breyting fasteignamatsins er efnahagsástandinu óviðkomandi. Þetta ferli hefur staðið í 2ár og var lagabreytingin samþykkt þegar allt var í blóma hér. Tímasetningin er því auðvitað afar óheppileg. Fasteignmatið mun þó ekki hækka á öllum fasteignum, sums staðar mun það lækka. Ástæðan fyrir það að fasteignamat getur hækkað þrátt fyrir að söluverð fari lækkandi er einfaldlega vegna þess að seinustu ár hefur það ómögulega endurspeglað söluverð. Fasteignir hafa verið að fara á margfalt hærra verði en fasteignmatið kvað á um. Með þessum breytingum er verið að reyna að samræma annars vegar söluverð og fasteignamat og hins vegar innbyrðis samræmi milli fasteigna. Hvað varðar eftirfarandi setningu: ,,Þetta er bara skattlagning. Spurning hvort þetta standist lög". Þá er svarið já: Þetta er skattlagning og þetta stenst lög. Fasteignaskrá Íslands metur fasteignamat fasteigna eftir lögum nr.6/2001. Fasteignaskrá setur hins vegar ekki fasteignagjöld á. Það eru sveitarfélögin. Skv.77.gr.stjórnarskrárinnar þarf lagaheimild til skattlagningar. Þessa lagaheimild er að finna í lögum um tekjustofn sveitarfélaga nr.4/1995 (3.gr.) Ég get ekki alveg svarað síðari pælingu en fasteignamat fer eftir kaupsamningum ekki vísitölum, það er brunabótamatið. Veit ekki hvaðan orðið fölsun kemur í umræðuna. Þetta er því allta saman í samræmi við lög en tímasetningin ekki sú ákjósanlegasta. Tek einnig fram að hið nýja mat tekur ekki gildi fyrr í byrjun næsta árs. Vona að þetta útskýri eitthvað nánar

Anna jónsdóttir (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 15:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband