Skynsamlegt hjá Jóhönnu og Steingrími J.

Ég hef nú oftar en ekki skammast útí og gagnrýnt Setingrím J. og Jóhönnu fyrir ýmislegt. Nú er komið að því að hrósa þeim svolítið.Ét tel það mjög skynsamlegt að samræma launakjör hvort sem það eru beint ríkisstarfsmenn eða hjá hlutafélögum í eigu ríkisins.

Það gengur ekki að forstkórar einhverra ríkisstofnana sé t.d. mun hærra launaðir heldur en ráðherrarnir.Það gengur ekki að millistjórnendur séu með tvöföld eða þaðan af meira heldur en þingmenn.

Aftur á móti held ég að menn eigi að taka til alverlegrar skoðunar hvort launakjör þingmanna eru nægjanlega góð. Það verður að vera eftirsóknarvert fyrir fólk að vilja sækjast eftir kjöri á Alþingi.

 

 

 


mbl.is Ríkishlutafélög undir kjararáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Liberal

Af hverju ekki?

Af hverju er það svona slæmt að einhver stjórnandi sé með hærri laun en forsætisráðherra?  Bandaríkjaforseti er með mun lægri laun en gerist og gengur hjá millistjórnendum í Bandaríkjunum.  Forsætisráðherra Breta er með lægri laun en gerist og gengur.

Eigum við þá að banna laun sem eru hærri en laun þingmanna/ráðherra?  Af hverju?  Af því að þessir aðilar eru fullkomnun mannlegs anda í landinu og enginn getur skapað meiri verðmæti eða borið meiri ábyrgð en þeir?

Það kemur mér stöðugt á óvart að þingmenn margir hverjir skuli hafa gáfnafarslega getu til að klæða sig sjálfir á morgnana, og á meðan ég er sammála því að við þurfum að hækka laun þingmanna mjög ríflega (gegn því að fækka þeim), þá gengur einfaldlega ekki að fólk sem virðist ekki ráða við einföldustu skóreimar án leiðbeininga skuli geta tekið ákvarðanir eins og t.d. um Icesave, þar sem þau hreinlega virðast ekki hafa hundsvit á hvað er í gangi. 

Liberal, 12.6.2009 kl. 14:33

2 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Sæll Sigurður.

Ég tek heils hugar undir orð þín.

Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 12.6.2009 kl. 14:41

3 identicon

Já, jafnaðarmaðurinn ekki langt undan Sigurður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 12.6.2009 kl. 17:36

4 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég held að þetta sé lykillinn að því að ná sátt um þær aðgerðir sem eru framundan.

Héðinn Björnsson, 12.6.2009 kl. 21:19

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Sæll Sigurður!

Þetta er eflaust alveg ágætt en mér finnst að laun eigi almennt að fara eftir því hverju launþeginn skilar og hver kunnátta hans og geta er. Það má líka spyrja hvort laun hjá okkur tekjuhærri sjómönnum eigi að fara niður í ráðherralaun, eða á þetta bara við um opinbera starfsmenn? En hvað um það, það verður gaman að sjá viðbrögð sveitunga okkar Páls Magnússonar útvarpsstjóra við þessu.

Kveðja. Þórólfur.

Þórólfur Ingvarsson, 13.6.2009 kl. 05:44

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Málið er Sigurður...

Að munurinn á hægri og vinstri er ekkert svo skuggalega mikill. Takk fyrir þetta.. Alltaf gaman þegar fólk er smá jákvætt.. Ekki veitir af í dag. 

En ÉTTU ANN SJÁLFUR samt...

" Ét tel það mjög skynsamlegt að samræma launakjör "

Þetta er í annað skiptið sem ég tek að mér að vera prófarkalesari fyrir SJÁLFSTÆÐISMANN og bæði skipti er það þú .... PIFFF.. Ég fer nú bráðum að þiggja pening fyrir þetta.  í seinna skiptið sagðir þú að ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON VÆRI STJÓRNMÁLAFLOKKUR ÚT AF FYRIR SIG og núna.. væri mjög freistandi að reyna að lesa út úr því sem þú skrifar að þú teljir skynsamlegt að éta þá sem vilja samræma launakjör.  

Mér er ekkert of vel við Sjálfstæðismenn EN KRÆST... AÐ ÞEIR ERU MANNÆTUR ...er kannski einum of.

Brynjar Jóhannsson, 13.6.2009 kl. 06:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband