Framsóknarmenn óhressir með að bera ábyrgð á bjöllukór Vinstri manna.

Gremja Framsóknarmanna kemur betur og betur í ljós í hverju málinu á fætur öðru í sölum Alþingis.Það er skiljanlegt. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir Framsóknarmenn að hafa átt stærsta þáttinn í að til varð hreinræktuð Vinstri stjórn í landinu. Nú eru þeir að súpa seyðið af því að hafa komið minnihlutastjórn Vinstri manna á lappirnir á sínum tíma sem varð svo að meirihlutastjórn.

Auðvitað sést það núna svo greinilega hversu svekkelsi Framsóknarmanna er mikið,því þeir héldu að með minnihlutastuðningi sínum væru þeir að tryggja setu sína í næstu ríkisstjórn.

Nú sitja þeir uppi með Vinstri stjórn eins og aðrir landsmenn og sjá hvert stefnir. Það er ömurlegt fyrir Framsóknarmenn að þeir skulu vera arkitektar að Vinstri stjórninni og það eru þeir sem bera mestu ábyrgðina á því að hún varð til. Það er eðlilegt að Sigmundur Davíð sé reiður og berji í ræðupúlt Alþingis og reyni að yfirgnæfa bjöllukór Samfylkingarinnar. Hann sér það auðvitað núna og iðrast að vera guðfaðir þessarar ógæfusömu Vinstri stjórnar. Það er bara nokkuð seint fyrir formann Framsóknarflokksins að sjá það loksins núna.


mbl.is Einleikur forseta á bjöllu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi stjórn er að hreinsa upp eftir þú veist hverja ! Ég hef ekki nokkra trú á því að þinn flokkur eða einhver annar hefði aðrar lausnir upp í erminni í núverandi stöðu því miður.

Ína (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 10:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband