Ekki öruggt að ríkissjóður fái eignir Landsbankans til að greiða uppí Icesave.

Nú mun reyna virkilega á Alþingismenn hvort þeir ætla virkilega að samþykkja fyrirliggjandi drög að samkomulagi við Breta og Hollendinga vegna Icesave. Því verður ekki trúað að óreyndu að Alþingismenn sem hafa skrifað undir að þeir greiði atkvæði samkvæmt samvisku sinni að meirihluti þeirra samþykki. Það getur t.d. ekki verið að allir þingmenn Vinstri grænna samþykki samninginn miðað við fyrri yfirlýsingar. Ætli sumir þeirra að velja að sitja hjá og hleypa þannig samningum í gegn er það að skjóta sér undan ábyrgð. Það væri þá þeirra verk að samningurinn færi í gegn.

Nú hefur því verið haldið fram að þetta sé nú allt í lagi því eignir Landsbankans erlendis muni nánast duga til að greiða upp skuldir okkar vegna Icesave. Það muni því lítið lenda á okkur Íslendingum. Nú koma fræðimenn í Háskólanum og segja allt annað. Það sé engin trygging fyrir því að Íslenska ríkið sé öruggt með að fá eignirnar. Aðrir aðilar svo sem bresk sveitarfélög geti höfðað mál og krafist eigna Landsbankans í Bretlandi vegna þess sem þau eiga inni á reikningunum.

Það eru alltaf að koma fram upplýsingar um samkomulag Svavars Gestssonar og Vinstri stjórnarinnar sem vekja upp meiri og meiri efasemdir um að Íslendingar eigi að samþykkja samninginn.

Nú er svo komið að m.a.s. Hörður Torfason og Raddir fólksins boða til mótmæla og halda því fram að stjórnvöld hafi hreinlega logið að þjóðinni varðandi Icesave.

Það liggur t.d. ekki ljóst fyrir hvort Bretar og Hollendingar geti gengið að eignum Íslendinga fari svo að þjóðin geti ekki greitt skuldir sínar vegna Icesave.

Það verður að koma í veg fyrir að Vinstri stjórnin samþykki Icesave samninginn.

 

 


mbl.is Icesave: Útgönguákvæði ekki afdráttarlaust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það er auðvitað alls ekki öruggt þ.e. ef einhver fer í mál út af neyðarlögunum og fær þeim rift þá fara allar eigur Landsbankans til kröfuhafa. Það var síðasta ríkisstjórn sem ákvaða að semja og falla frá málssókn en mér sýnist flestir sjálfstæðismenn hafa vitkast loksins eftir að þeir komust í stjórnarandstöðu og það er vel. Hins vegar óttast ég um dömurnar Þorgerði Gunnarsdóttur og Ragnheiði Ríkharðsdóttur að þær innst innan við beinið styðji Samevrufylkinguna í þessu máli.  (og kannski fleirum)

Sigurður Þórðarson, 20.6.2009 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband