20.6.2009 | 16:14
Eru mótmælendur að mótmæla því sem þeir náðu fram?
Fyrir nokkrum mánuðum hófust mótmæli,sem Raddir fólksins með Hörð Torfason í broddi fylkingar.Á þeim voru sett fram þrjú markmið,sem mótmælendur vildu ná fram.
Í fyrtsa lagi að Davíð Oddsson færi frá sem Seðlabankastjóri. Mótmælendum tókst að ná þeim árangri.
Í öðru lagi að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar færi frá. Það markmið mótmælenda náðist.
Í þriðja lagi að efnt yrði til Alþingiskosninga. Það markmið náðist.
Nú skildi maður ætla að eftir að hafa ná sínum helstu markmiðum hefði allt breyst til hins betra. Við fengum nýjan Seðlabankastjóra nýja hreinræktaða Vinstri sstjórn. Er ekki allt í lagi?
Er ekki staðin vörður um hagsmuni þeirra lægst launuðu og velferð heimilanna?
Er ekki rétt að Steingrímur J.sagði að við létum Breta ekki kúga okkur til að greiða skuldir vegna Icesave? Stendur hann ekki við loforð sín?
Stapan er sú að mótmælendur náðu öllum helstu markmiðum sínum fram. Eru menn kannski að komast að því núna að það var ekki það besta sem þjóðin gat fengið að fá Jóhönnu og Steingrím J.til að gæta hagsmuna þjóðarinnar á erfiðum tímum.
En það er gott að Hörður Torfason og félagar skuli nú finna hvöt hjá sér til að efna til mótmæla til að mótmæla því sem þau náðu fram.
Umræðan endurvakin á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
nei við náum engum árangri með að skuldsetja þjóðina. og ekki séð neitt koma á móts við fjölskyldur í landinu og almenning.við erum í skulda súpu sem aldrei verður komis framhjá. ég get alveg eins farið niðrá alþingi og látið stjórnmálamenn taka mig í rassinn
Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 16:44
Það að mótmæla vanhæfri ríkisstjórn er ekki það sama og að biðja um vinstri stjórn. Auk þess hefur síðasta ríkisstjórn okkar kennt okkur það að fylgjast þarf með þeim sem eru við völd og engum er auðvelt að treysta. Svo eru sumir sem eru ekki hrifnir af icesave en vilja þó ekki fyrri ríkisstjórn á ný. Það ætla að halda því fram að fyrri stjórnin hafi verið betri en núverandi er í besta falli barnalegt. Það er sú fyrri sem okkur í þá stöðu sem við erum í, í dag. Núverandi er að reyna leysa hana en stendur sig ekki nægilega vel. Þetta snýst um málefni, ekki þessa endalausu flokkapólitík sem verið er að drekkja landanum í. Niður með þetta flokkakerfi. Kjósum menn og málefni. Það var það sem ég bað um þegar ég mótmælti fyrr á árinu og það er það sem ég bið um enn.
Óskar Örn Arnarson (IP-tala skráð) 20.6.2009 kl. 20:08
Byltingin vildi losna við þá sem fólkið treysti ekki. Fólkið treyst ekki sjálfstæðisflokknum og Davíð. Byltingi vildi hinsvegar fá ríkisstjórn sem bæri hag almennings fram yfir hag þeirra sem komu okkur í þrot. Enn hefur byltinguni ekki orðið við þeirri ósk sinni.
Offari, 20.6.2009 kl. 20:25
"Eru mótmælendur að mótmæla því sem þeir náðu fram?"
Óneitanlega er ég langmest hissa á Steingrími J. Veit ekki hvað kom fyrir hann. Lenti hann í klónum á druslum og gungum?!
EE elle (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 00:01
Það breytist ekki um langa tíð að við munum ekki treysta Sjálfsstæðisflokknum fyrir velferð okkar.
Gunnar (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 03:27
Vil bara byrja á að segja
BURT MEÐ VALDSTJÓRNINA
og bæta því við að hún stendur í vegi fyrir fólkinu, almenning þessa lands, sem óáreittur gæti hafa náð fram einhverri nýsköpun núþegar.
Rödd almennings var því miður þæfð.
Bragi (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 04:03
Tek undir með Offari, Steingrímur og Jóhanna hafa algjörlega gengið á skjön við yfirlýsingar sínar og loforð frá þvi síðastliðið haust og vetur, þess vegna eru mótmælin komin aftur af stað.
Það er hrikalegt ef valdagræðgin er svo mikil að eina leiðin til að komst að er hreinlega að ljúga sig inn á þjóðina. það eru í mínu huga Landráð, Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J Sigfússon eru í mínum huga landráðamenn.
Steinar Immanúel Sörensson, 21.6.2009 kl. 09:52
Kæri nafni,
það eru sem betur fer ekki allir sem horfa á málin með flokkspólitískum gleraugum. Það er sem betur fer ekki þannig að allt illt komi frá tilteknum flokki og allt hið góða komi frá einhverjum öðrum. Það er allt of mikið af vanhæfu og jafnvel rammspilltu liði sem kemst til áhrifa í pólitík. Þetta er þó ekki bundið veið einn tiltekinn flokk en af þessum ástæðum getur verið hollt að skipta. Samfylkingin bar vissulega mikla ábyrgð á hruninu og sumir þar á bæ hefðu haft gott af að vera sendir á bekkinn og jafnvel í sturtu.
En þó sagnfræðin skipti máli þá er það framtíðin og þær ákvarðanir sem teknar eru núna og á næstu vikum sem geta skipt framtíð barna okkar og þjóðarinnar öllu máli. Þessu stöndum við frammi fyrir sama í hvaða flokki veið erum eða vorum. Þó Geir og Solla hafi ekki verið jarðtengd og Árni Matt hafi skrifað eitthvað óábyrgt rugl á minnisblað leysir það ekki núverandi og tilvonandi stjórnendur frá því að hugsa sjálfstætt og af ábyrgð. Það getur til dæmis ekki réttlætt að ráðamenn undirriti skuldbindingar sem allir sjá að þjóðin getur aldrei risið undir. Þjóðin hefur einfaldlega ekki efni á að hugsa þetta út frá flokkshagsmunum. Núna verða ALLIR að leggja sitt besta fram.
Verjum Ísland!
Sigurður Þórðarson, 21.6.2009 kl. 10:57
Er Sigurður Jónssson að reyna að vera kaldhæðinn og fyndinn???
Ekki hægt að segja að honum takist neitt sérstaklega vel til!!!
Þú sem fullorðinn maður sem að gefur það út að þú hafir umtalsverða reynslu í pólitík og ég veit ekki hverju ættir að geta sagt þér afhverju mótmælendur eru að mótmæla í dag.
Þér ætti að vera fullljóst að mótmælendur vildu koma frá óábyrgri og vanhæfri ríkisstjórn og fá eitthvað betra í staðinn.
Því miður er þessi ríkisstjórn engu betri og þessi Icesave samningur ekkert annað en landráð.
Ef þú reynsluboltinn getur ekki séð og skilið hverju sé verið að mótmæla þá ættir þú kannski bara að vera kaldhæðinn og fyndinn heima við án þess að deila því með öðrum.
Eggert Vébjörnsson (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 11:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.