Er takmarkið að drepa allt niður og auka atvinnuleysið?

Satt best að segja taldi ég öruggt að ríkisstjórnin myndi gera allt til að halda áfram gatnagerðarframkvæmdum af fullum krafti. Í því atvinnuástandi sem nú ríkis hefði hið opinbera einmitt átt að stuðla að framkvæmdum í vegagerð.

Það getur varla verið lausnin að auka enn á atvinnuleysið. Það kostar líka sitt fyrir opinbera sjóði.Það er erfitt að skilja boðskap Vinstri stjórnarinnar. Hækka á alla skatta bæði á almenning og fyrirtæki. Fyrirtækin munu halda áfram að lognast útaf og atvinnuleysið eykst. Fyrst hagkerfið nær ekki að hressast fær ríkið örugglega ekki þær tekjur sem það reiknar út með auknum álögum.

Á þá að hækka enn frekar skatta og draga enn frekar úr framkvæmdum??

Auðvitað verður að lækka vexti nú verulega þannig að mögulegt sé að atvinnulífið nái að komast almennilega í gang og hægt verði að gera kjarasamninga. Á þann eina hátt getum við búist vikð að ástandið lagist.

Það er alveg með ólíkindum að Vinstri stjórnin skuli ímynda sér að þær aðgerðir sem hún boðar verði til að bæta ástandið.


mbl.is Hætt við öll útboð í vegagerð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég reikna nú með að takmarkið sé að minnka hallann á rekstri ríkissjóðs. Atvinnuleysisbætur eru dýrar það er rétt, framkvæmdir eru dýrari. Og ef þú hefur ekki heyrt af því þá á að hækka skatta enn frekar og draga úr framkvæmdum og þjónustu. Reyndar er merkilegt að sjá mann kvarta, sem býsnast yfir hækkun skatta, yfir lækkun útgjalda. Hvernig á að loka 170 milljarða gati á annan hátt en með aukningu tekna og niðurskurði?

fg (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 13:36

2 Smámynd: Margrét Elín Arnarsdóttir

En það versta er nú að þetta kemur bara EKKERT á óvart...:(

Margrét Elín Arnarsdóttir, 21.6.2009 kl. 13:54

3 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég fæ ekki séð hvernig dæmið á að ganga upp ef drepa á öll fyrirtæki og skattpína almenning svo hressilega að hann hafi enga peninga til lifa,hvernig ætlar ríkissjóður að ná inn auknum tekjum í slíku umhverfi.

Sigurður Jónsson, 21.6.2009 kl. 14:50

4 Smámynd: Offari

Það eru að skapast hér tugþúsindir starfa í tilsjónarmannageiranum þannig að ég óttast ekki langvarandi atvinnuleysi hér.  Nei án gríns ríkisstjórnin er í erfiðri stöðu þar sem tekjur nægja ekki fyrir útgjöldum. Vandamálið er hinsvegar að dragist saman í framkvæmdum eykst álag á atvinnuleysistryggingasjóð og skatttekjur minnka. = Vítahringur sem virðist vera erfit að snúa við.

Offari, 21.6.2009 kl. 15:50

5 identicon

Í OKURLANDI keppast yfirvöld um SKATTPÍNINGU OG SKULDAPÍNINGU.  Nú eru ELDRI BORGARAR landsins dregnir um á asnaeyrunum í drullu- og skatta-svaði og trampað ofan á þeim, þó auðrónar sleppii: http://marinogn.blog.is/blog/marinogn/entry/899960/  Milljónirnar hlaðast ofan á skuldir fólks og yfirvöld leyfa enn glæpabönkum og glæpalánastofnunum að ræna fólk: Avant er að rukka fólk núna tæplega 3-falt, ég endurtek 3-falda umsamda og upphaflega upphæð af láni sem skrifað var undir um mitt ár 07.  Og yfirvöld gera akkúrat EKKERT til að stoppa ránin og rukkanirnar.  Og fólk grætur.  Og fólk gefst upp.  Og fjölskyldur flosna upp.  Og enn verra: Fólk fremur sjálfsvíg.  Og það má ekki segja.  Í vetur skrifaði ég það í ´comment´ í pistil Jóns Magnússonar og hann fjarlægði það.  Enginn hefur fjarlægt ´comment´mín fyrr og nú sést hvort Sigurður leyfi þessu að standa.

EE elle (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband