Icesave. Steingrímur J. skammar Sjálfstæðisflokkinn en er í raun að beina spjótum sínum að Ögmundi og öðrum efasemdarmönnum í Vinstri grænum.

Það var sagtr í gamla daga að þegar Rússar þurftu að skamma Kína gerðu þeir það ekki beint heldur skömmuðu Albaníu,en allir skyldu að átt var við Kína. Steingrímur J.formaður Vinstri grænna grípur til þessa ráðs nú vegna Icesave samningan. Hann skammar Sjálfstæðisflokkinn ætli hann að greiða atkvæði gegn Icesave samningnum á Alþingi. Í sama fréttatíma og Steingrímur sagði að Sjálfstæðisflokkurinn gæti ekki leyft sér að vera á móti er greint frá því að Ögmundur hafi miklar efasemdir um samninginn og telji að aðrir möguleikar séu í stöðunni heldur en samþykkja samninginn.

Það er furðulegt ef Steingrímur ætlar kenna Sjálfstæðismönnum um ef hans eigin menn hafa ekki trú á samningnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Komið hefur fram í minnst 2 frétta-miðlum, þar á meðal RUV, að nokkrir í VG hafi efasemdir um Icesafe-samninginn eins og hann er nú.

Elle_, 26.6.2009 kl. 14:29

2 identicon

já það væri líkt Sjálfstæðismönnum að sitja hjá við atkvæðjagreiðsluna og ekki þora að taka afstöðu með eða á móti,

kæmi ekki á óvart?

sigurgeir sigurgeirsson (IP-tala skráð) 26.6.2009 kl. 20:54

3 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Djöfull er þetta léleg og lágkúruleg færsla.

Páll Geir Bjarnason, 27.6.2009 kl. 00:10

4 identicon

Það er nú reyndar svo að stendur sjálfstæðismönnum, ásamt framsóknarmönnum,  nær að samþykkja málið því þetta er nú einu sinni arfleifð þeirra eftir 18 ára efnahagsstjórn.  Kratarnir vita upp á sig skömmina 

Stundum tala menn eins og þetta hafi hellst yfir þjóðina eftir kosningarnar í vor.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 27.6.2009 kl. 10:25

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Steingrímur gengur með þæt grillur að það sé hægt að laga þetta efnahagsundur Sjálfstæðisflokksins með því að samþykkja Iceslave.  Þetta er misskilningur hjá Steingrími Ísland er svo skuldum vafið að þetta myndi algjörlega fara með okkur.  Íslendingar skulda núna um 5000 milljarða erlendis og við eigum ekki annara kosta völ en að verjast líttu á þetta. 

Ég held eða vona amk að flestir sjálfstæðismenn séu að átta sig á þessu.

Sigurður Þórðarson, 27.6.2009 kl. 11:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband