Eðlilegt að Vinstri flokkarnir tapi miklu fylgi.Stjórnarhættir Samfylkingar og Vinstri grænna leiða til algjörrar stöðnunar .

Kjósendur eru nú í auknum mæli að átta sig á að Vinstri grænir og Samfylkingin eru ekki réttu flokkarnir til að leiða þjóðina útúr þeim vanda sem hún er í. Kjósendur sjá að það getur ekki verið lausnin að ætla að skattpína almenning og fyrirtæki svo hressilega að allt atvinnulífið lamist og engar framfarir verði.

Kjósendur sjá það betur og betur að lausnin fellst ekki í að allt verði fært undir ríkið og að msivitrir stjórnmálamenn hafi yfirstjórn fyrirtækjanna á sinni könnu.

 Enn eru vextir himinháir og því er spáð að ekki verði um neina lækkun að ræða á morgun. Krónan er áfram veik og verðbólga fer vaxandi.

Það eina sem stjórnin virðist einblína á er að nauðungasamningar vegna Icesave verði samþykktir svo við styggjum ekki ESB þjóðirnar.

Það var athyglisvert að heyra samanburð hjá stórþjóðunum hvað þær þyrftu að taka á sig ef skuldbindingar okkar Íslendinga vegna Icesave væru yfirfærðar á þær. Það komu út hrikalega háar tölur og fullyrt var að engri stórþjóð myndi detta í hug að skrifa undir slíkan samning. Hvers vegna eigum við Íslendingar að gera það?

Það er með ólíkindum að forystumenn Vinstri stjórnarinnar skuli tala fyrir því að við verðum að láta Breta og Hollendinga gjörsamleiga beigja okkur í duftið þannig að að nánast er útilokað að við getum aflað gjaldeyris til að standa undir því. Enn furðulegra er þó að sömu íslensku ráðmennirnir ætli að leggja allt undir til þess að gera Ísland að litlu peði í ESB samsteypunni. Það finnst mér erfitt að skilja miðað við það sem á undan er gebngið í samskiptum við Breta og Hollendinga.


mbl.is Fylgi stjórnarflokkanna minnkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég sé ekki betur en að þessir kommúnistar séu búnir að glutra niður mestum hagnaðinum af útrás þeirra Davíðs og Hannesar Hólmsteins. Og svo álpuðust þeir til að skrifa undir samninginn sem gamla ríkisstjórnin gerði við Breta og Hollendinga. Reyndar örlítið skárri samning.

Það er eins og það skipti engu máli hversu góðu búi þessir kommar taka við af hægri mönnum, þeir kunna ekkert með það að fara.

En ég treysti enn á að hinn góði orkusölusamningur sem Frikki Sóf gerði við Alcoa reddi þessu nú að lokum.

Árni Gunnarsson, 1.7.2009 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband