Suðurlandsvegur í forgang. Þarf eitthvað að ræða það.

Ég sá í fréttum að sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi og nokkrir þingmenn kjördæmisins ættu viðræður við kristján Möller samgönguráðherra um að framkvæmdir við Suðurlandsveg yrðu settar í forgang.

Það er í sjálfu sér ótrúlegt að það skuli þurfa að efna til fundar til að þrýsta á að Suðurlandsvegur hafi forgang í vegaframkvæmdum.Um veginn er alveg gífurlega mikil umferð og fer sífellt vaxandi. Ég hélt það væri löngu viðurkennt af öllum að þessi vegur þyrfti að hafa algjöran forgang þegar kemur að vegaframkvæmdum. Það er því undarlegt að það skuli þurfa sérstakan fund með samgönguráðherra til að ræða það.

Eftir fundinn töldu svo ráðamenn á Suðurlandi að fundurinn hefði litlu skilað. Er það virkilega svo að Kristján Möller ætli að setja Suðurlandsveg aftur fyrir aðrar framkvæmdir í vegamálum.

Samfylkingin og Vinstri grænir eiga 4 þingmenn í kjördæminu. Þessir þingmenn geta ekki látið samgönguráðherra komast upp með það að einhverjar seinkanir verði á framkvæmdum og að aðrar framkvæmdir verði teknar framfyrir Suðurlandsveg. Nú reynir á styrk Björgvins SIgurðssonar,Oddnýju Harðardóttur,Róbert Marshall og Atla Gíslason.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður:Ólína Þorvarðardóttir sagði breikkun suðurlandsvegar  vera  "Lúxusframkvæmd" í útvarpinu, Björgvin er brandari sem betur hefði ekki verið endurtekin, Oddný, þekki ekkert til hennar, en Róbert Marshal er ekki líklegur til neins nema að skríða fyrir þeim sem ofar sitja í goggunarröðinni, var hann ekki aðstoðarmaður Mölers, hugsanlega er eitthvað spunnið í Atla en það á etir að koma í ljós

Magnús Jónsson, 2.7.2009 kl. 00:00

2 identicon

Það kom að því Sigurður að ég yrði þér sammála.Auðvitað á Suðurlandsvegur að hafa forgang.

Númi (IP-tala skráð) 2.7.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband