Vextir lækka ekki. Hávaxtastefna Davíðs áfram. Aðalmál Samfylkingarinnar að reka Davíð þýddi óbreytta stefnu í Seðlabankanum.

Stefna Seðlabankans gagnvart vaxtalækkunum er nákvæmlega sú sama og Davíð og félagar höfðu. Hávaxtastefna er í hávegum höfð.

Þetta hlýtur að vera vandræðalegt ástand fyrir Samfylkinguna. Jónhanna formaður hafði það sem forgangsmál á lista Vinstri stjórnarinnar að reka Davíð. Margir stóðu í þeirri trú að allt sem miður hefði farið í þjóðfélaginu væri Davíð Oddssyni að kenna. Við brotthvarf hans úr Seðlabankanum myndi allt lagast,vextir lækka og krónan styrkjast.

Nú sér Jóhanna og aðrir í Samfylkingunni að ekkert af þessu hefur gerst. Enn rekur Seðlabankinn hávaxtastefnu og enn er krónan veik.

Jóhanna sagði á Alþingi að það væru henni mikil vonbrigði að stýrivextir lækki ekki hraðar. Hún hefði átt að bæta við og það eru mér mikil vonbrigði að það breytti engu að reka Davíð Oddsson.


mbl.is Mikil vonbrigði að stýrivextir lækki ekki hraðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Við erum nýlenda.

Það er landstjórinn sem ræður.

Sigurður Þórðarson, 2.7.2009 kl. 11:01

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Sigurður, þú ritar þetta þvert gegn betri vitund.

Þú ættir að hafa fylgst svo vel með pólitíkkinni og því hvernig reglur voru (og eru raunar enn) og hver SAMDI ,,VEÐRÐBÓLGUMARKMIÐA STEFNUNA"  Það var nýráðinn Seðlabankastjóri og aðrir svonefndir ,,aðalhagfræðingar" SÍ .  Svona í takt við nafngiftina ,,Aðalritari" í Sovétunum ég fyrr meir.

Bið þig leiðrétta þennann margsungna lygi-áróður um höf þessarar stefnu.

síðan væri ekki úr vegi, að skoða hvað aðalhagfræði-prófessorar skrifuðu í sínum lærðu greinum frá svona 1998 til hasts 2008. 

Afar margir mærðu mjög Verðbólgumarkmiðastjórn og töluðu um ,,FAGLEGA STJÓRNUN PENINGAMÁLA"  nú vilja þessir sömu ekkert vera að flíka þessum greinum sínum.

Mibbó.

Bjarni Kjartansson, 2.7.2009 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband