Stolt Suðurnesjamanna var Hitaveita Suðurnesja.

Ég hef oft hugsað það hversu framsýnir Suðurnesjamenn hafa verið á sínum tíma að byggja upp í samvinnu Hitaveitu Suðurnesja. Það hefur skilað Suðurnesjunum miklu í gegnum árin.

Undanfarið hafa verið blikur á lofti og sveitarfélögin tekið þá afstöðu að selja sinn hlut í HS. Hvað það þýðir fyrir þegna framtíðarinnar á eftir að koma í ljós.Margir óttast að þetta muni leiða til mun hærra orkuverð til neytenda en ástæða er til. Einkafyrirtækin ætla sér örugglega að græða á öllu saman.

Samstarf sveitarfélaganna á Suðurnesjum hefur í gegnum tíðina yfirleitt verið mjög gott og sameiginlega hafa þau náð fram ýmsum góðum málum. Að undanförnu sýnist mér þróunin hafa verið í þá átt að það sé ekki sama samstaðan og samvinnan og verið hefur. Nýjasta uppákoman er slagurinn milli Grindavíkur og Reykjanesbæjar vegna málefna Hitaveitunnar.

Það er slæmt hvernig þessi mál hafa verið og eru að þróast varðandi samstarf sveitarfélaganna.


mbl.is Grindavík fer í hart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Grindjánar hafa alltaf verið erfiðir, sjáðu bara allt meirihlutaklúðrið og óeininguna sem hefur verið aðalsmerkið þar.

Baldur (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 15:24

2 Smámynd: Guðmundur Eyjólfur Jóelsson

Já er sammála þér þarna frændi .Skil ekki alveg hvað liggur að baki öllu þessu brölti en held að skuldastaða Reykjanesbæjar hafi þarna mikið að segja .

Það boðar ekki gott að vera selja Gullegginn frá sér .Guð má vita hvað gerist í framtíðinni  Menn eru ekki að kaupa fyrirtæki til að stunda einhverja góðgerðastarfsemi .

Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 4.7.2009 kl. 15:51

3 identicon

Grindjánar erfiðir ........  hvaða hroki er þetta. Þetta snýst bara um að láta ekki kúga sig.  Í Reykjanesbæ hafa nú málin ekki verið til fyrirmyndar. Hvernig meirihluti þar í bæ hefur gjörsamlega rústað fjármálum bæjarins undanfarin ár.Síðan á að vaða yfir litlu sveitarfélögin til að hreinsa upp og laga til "ljótu málin".

Helgi (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 11:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband