Davíð hefur talað. Nú hlýtur meira að segja Samfylkingin að hugsa sinn gang.

Eins og ég gat um í pistli mínum í gær yrði athyglisvert að vita hvað Davíð Oddsson ætlaði að segja um Icesave samninginn. Sumir samfylkingarmenn fóru á taugum áður en þeir vissu hvað Davíð ætlaði að segja. Eins og við var að búast er Davíð ekkert að skafa utanaf hlutunum í Morgunblaðsviðali sunnudagsútgáfunnar.Davíð heldur því fram að þetta sé versti samningurfrá því Gamli sáttmáli var gerður. Hann segir íslenska ráðamenn ekki hafa leyfi til að setja þjóðina á hausinn og dæma hana til fátæktar um ókomna framtíð. hann segir að lagalega þurfum við ekki að borga Icesave reikningana og að því til stuðnings séu gögn sem stjórnvöld hafi ekki birt. Hann segir ennfremur að það hljóti að liggja í augum uppi að íslenskir dómstólar hljóti að eiga að fjalla um og kveða uppi dóm komi til þess en ekki enskir.

Íslenskir stjórnmálamenn komast ekki hjá því að hlusta vandlega á það sem Davíð hefur fram að færa.M.a.s.Samfylkingarþingmenn geta ekki leyft sér að segja að þetta sé bara Davíð og þeir nenni ekki að hlusta á hans rök.Það má ekki gerast. Nú verða íslenskir stjórnmálamenn að hlusta á Davíð Oddsson og treysta því sem hann er að segja. Það er glapræði að ætla að samþykkja Icesave samninginn.


mbl.is Ekki setja þjóðina á hausinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

"Nokkrum dögum áður en skrifað var undir samning um lán Alþjóðagjaldeyrissjóðsins til Íslands var gerð breyting á viljayfirlýsingu íslenskra stjórnvalda til sjóðsins og sérstaklega hnykkt á því að Íslendingar hétu að standa við allar skuldbindingar sínar á grundvelli innistæðutryggingasjóðsins.

Davíð Oddsson og Árni M. Mathiesen undirrituðu uppfærðu viljayfirlýsinguna 19. nóvember, sama dag og lánið var samþykkt, eins og þá fyrri 3. nóvember.

Eftirfarandi setningu var bætt inn í 9. lið uppfærðu yfirlýsingarinnar: „Ísland hefur heitið því að virða skuldbindingar á grundvelli innstæðutrygginga­kerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum."

Jón Ingi Cæsarsson, 4.7.2009 kl. 20:32

2 identicon

Fyrst birt: 04.07.2009 19:12
Síðast uppfært: 04.07.2009 20:08

Staðfesti erlendar skuldbindingar

Staðfesti erlendar skuldbindingar
Davíð Oddsson í embætti Seðlabankastjóra 2008

Davíð Oddson fyrrverandi Seðlabankastjóri staðfesti ábyrgð Íslendinga á innistæðutryggingum tæpum mánuði eftir að hann gagnrýndi stjórnvöld hér harkalega fyrir ætla að taka á sig skuldbindingar. Gagnrýni Davíðs kom fram í bréfi hans til Geirs Haarde, þáverandi forsætisráðherra.

Að því er fram kemur í sunnudagsblaði Morgunblaðsins, þá sendi Davíð oddsson þann 22. október í fyrra bréf til Geirs Haarde, þar sem Davíð segir: „Er það virkilega svo að íslensk stjórnvöld ætli án lagaheimildar að taka á sig stórkostlegar erlendar skuldbindingar að kröfu Breta og fleiri?" Ennfremur segir í bréfinu: „Þetta eru ekki skuldbindingar íslenskra borgara, þetta eru skuldir Landsbankans."

En tæpum mánuði síðar, 19 nóvember, skrifaði Davíð undir orðalag í 9. grein viljayfirlýsingar íslenskra stjórnvalda til Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, þar sem hert var á orðalagi, því heitið að virða skuldbindingar á grundvelli innistæðutryggingakerfisins gagnvart öllum tryggðum innlánshöfum. Þetta herta orðalag var, samkvæmt upplýsingum fréttastofu, tekið upp til að tryggja afgreiðslu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á aðstoð fyrir íslendinga.

Davíð hefur ítrekað sagst hafa varað við því sem gæti gerst í íslensku efnahagslífi.

Í febrúar í fyrra áttu fulltrúar frá Seðlabankanum fundi í London með forsvarmönnum nokkurra stórra banka í Evrópu og forstjóra Moodys í Evrópu og Asíu. Þar lýsti Moodys yfir miklum áhyggjum af bönkunum en þó mest af Landsbankanum og hve hinn mikli innlánsreikningur Icesave kunni að vera kvikur og háður trausti og trúnaði á markaði og ekki aðeins trausti Landsbankans heldur á íslandi og íslenska bankakerfinu. Þetta segir í minnisblaði Seðlabankans frá fundunum. Í minnisblaðinu segir einnig að Seðlabankamenn hafi farið yfir þau rök sem væru gegn því að þessi innlánsreikningur væri jafn ótraustur og Moody‘s hefði áhyggjur af, en ekki sé líklegt að öllum efasemdum þeirra hafi verið eytt segir í bréfinu.

Í minnisblaði Seðlabankans eftir fundi í Lundúnum í febrúar í fyrra segir m.a. að íslensku bankarnir, Kaupþing og Glitnir alveg sérstaklega hafa stefnt sér og það sem verra er, íslensku fjármálalífi í mikla hættu, jafnvel í hreinar ógöngur, með ábyrgðalausri framgöngu á undanförnum árum. Hættulegt sé að hafast ekkert að í þeirri von að markaðir opnist óvænt og allur vandi verði úr sögunni. Nauðsynlegt sé að hefjast þegar handa við að vinda ofan af stöðunni svo hún verði ekki óleysanleg.  Ekki sé hægt að útiloka að miklu fyrr rætist úr markaðsaðstæðum og aðgengi að fjármagni en nú er talið. Ekkert bendi til þess og ef menn láta sér nægja að lifa í voninni verður of seint að bregðast við þegar ljóst verði að vonin rætist ekki.

Mánuði síðar sagði Davíð Oddsson þáverandi seðlabankastjóri, í viðtali við Channel 4 í Bretlandi, að staða bankanna væri mjög sterk.

Hermann (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:36

3 identicon

Það gefur augaleið að íslenska þjóðin á ekki að greiða Icesave reikninganna nema að hámarki 20 þúsund evrur fyrir hvern aðila sem átti innistæðu í Landsbankanum hér heima og erlendis. Það er bannað í Evrópubandalaginu og kemur fram í EES samningnum að opinbera má ekki styðja við samkeppni eins einkaaðila í samkeppni við annan einkaaðila í sömu atvinnugrein innan EES-svæðisins. Landsbankinn yfirbauð aðra banka þ.a.s. þeir buðu hæðstu innlánsvexi í Bretlandi og Hollandi sem dæmi og að sjálfsögðu virkaði það þó að viðkomandi aðilar sem lögðu inn hjá þeim sparifé sitt eigi að vita að þar sem hæstu vextirnir eru þar er mesta áhættan þekkt lögmál í fjármálaheiminum. Hæstu vextir í heimi voru á Íslandi og verðtrygging þar að auki ofan á það gerði svo Landsbankanum kleift að senda peninganna á Frón þar sem íslenska þjóðin hélt svo sér mikla lánaveislu í nokkuð mörg ár. Landsbankinn gat ekki boðið lán erlendis því þeir hefðu orðið að bjóða hærri útlánsvexti en gekk og gerðist í Bretandi og Hollandi sem dæmi því var Ísland lykilinn til að leika þessa svikamyllu til fulls. Flæði gjaldeyris til landsins var svo mikið á ákveðnu tímabili vegna Icesave reikninganna sem dæmi að dollarinn fór í ca.59 krónur og evra niður í 76 krónur. Þegar gjaldeyrinn var kominn á slíka útsölu spiluðu útrásavíkingarnir hlutabréfaleikinn og úr varð mikið af íslenskum peningum sem voru ekki til í hagkerfinu áður en leikurinn hófst og fyrir þá peninga keyptu þeir sér gjaldeyri á slik í milljarða vís og fluttu svo erlenda fjármagnið úr landi væntanlega í örugga höfn á einhveri eyjunni þar sem skattaskjól var að finna a.m.k kosti fóru þeir með féið úr landi því þeir vissu að svikamyllan myndi hrynja yfir þjóðina fyrr en seina að sjálfsögðu. Það má kannski segja að Icesave trixið hafði EES samstarfið og íslensku þjóðina að fíflum og þar stendur hnífurinn í kúnni en lagalega er þetta ekki okkar vandamál nema eins og ég hef sagt hér áður 20 þúsund evrur hámark fyrir hvern aðila sem tapaði á málstækinu ,,Mörgum verður af aurum api''

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:37

4 identicon

Minni alla þá sem ekki vilja sjá fram á eilífðar fátækt Íslands á WWW.KJOSA.IS.

ENDILEGA SKRIFA UNDIR.

Elísabet (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 20:56

5 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ef þessi samningur veður samþykktur, þá er það ljóst að Ísland er ekki fullvalda þjóð nema að nafninu til.Þar ofan á bætist fyrirlytning annarra þjóða í framtíðinni fyrir að hafa látið kúga okkur.En trúlega er stærsta ruglið að halda því fram að ríkið geti borgað þegar ekki liggur fyrir hverjar skuldirnar eru.Ef nokkuð er þá er þessi samningur verri en Gamli sáttmáli.Menn þá vissu þó að hverju þeir gengju.Þetta er landráðastjórn og vonandi verður hægt að dæma hana í tukthús fyrir blekkingarnar og lygarnar. Hún er inni í skápnum og lýgur að þjóðinni.

Sigurgeir Jónsson, 4.7.2009 kl. 21:24

6 Smámynd: Þór Jóhannesson

Spilltasti stjórnmálamaður Íslandssögunnar hefur talað - já.

Þór Jóhannesson, 4.7.2009 kl. 21:39

7 identicon

Hugsiði ykkur að þjóðin skyldi vera að rífakjaft og mótmæla davíð oddsonn sem alltaf stóð fyrir þvi að við myndum ekki borga skuldir auðmanna.. En núna er hann öruglega gull i ykkar huga og þið viljið hann aftur i stólinn...held þeir mótmælendur og aðrir sem voru að skíta Davíð ut ættu að skammast sýnn og biðja hann afsökunar 1 en Ríkistórnin sem nú stennur er kjörsamlega bækluð og kjörsamlega VANHÆF!!en þetta vildu sumir Islendingar..held fólk ætti aðeins að líta i sinn eigin barm og hugsa...grasið er ekki grænna hinumegin

jonhjalpar (IP-tala skráð) 4.7.2009 kl. 22:56

8 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Davíð hefur talað.

Þetta hljómar eins og "Það tákn af himni sem vér höfum lengi beðið eftir hefur birst á himni"!

Málið er bara að þetta himnatákn hefur svifið all lengi yfir höfðum vorum í líki formanns stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar, forsætisráðherra og seðlabankastjóra.

Og til eru þeir sem meina að illa sé komið fyrir þeirri þjóð sem lifað hefur undir þessarri stjörnu undanfarin tuttugu ár...

Ég lái einhvern veginn ekki þeim sem ekki nenna að hlusta á hann. Tími Davíðs til þess að sýna stjórnvisku og djörfung er liðinn og ég held því miður að saga hans tíma í áhrifastöðum eigi eftir að fá miður góðan dóm í Íslandssögu framtíðarinnar.

Jón Bragi Sigurðsson, 4.7.2009 kl. 23:54

9 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Davíð Oddsson sagði í Kastljósinu eitthvað á þessa leið, " Við borgum ekki skuldir óreiðumanna " eða var það ekki svo ? Þessa afstöðu og skoðun sína staðfestir hann í MORGUNBLAÐINU í dag, ekki satt ? Ég fæ með engu móti skilið, hvers vegna V-Grænir af öllum mönnum verða arfavitlausir út af einarlegri afstöðu Davíðs Oddssonar ? SF-hyskið vill auðvitað borga. Þar á bæ er litið á greiðslu ICESAVE skulda(?) sem verð aðgangskorts í leikhús og svo tala þessir aumingjar um LANDRÁÐ ? Svei attann !

Kveðja, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 5.7.2009 kl. 06:37

10 identicon

Davið minnir mig einna mesta á BAGDAD BOB sem inn í það síðasta laug að alt gengi svo vel hjá Írakíska hernum þegar Bagdad var umkringt af Amerikanska hernum...

Jóhannes (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 10:15

11 Smámynd: Baldvin Björgvinsson

Þú ert að grínast Sigurður er það ekki?

Ef ekki þá mæli ég með að þú látir kanna hjá þér greindarvísitöluna.

Baldvin Björgvinsson, 5.7.2009 kl. 10:22

12 identicon

Barin og rænd af Bretaveldi
bíður hún mannsins sem skírir með eldi.
Harmþrungin þjóð sem heitir og vonar
á Hannesar jafna, Smárasonar.

marco (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:00

13 identicon

Taktu smá bloggfrí, Sigurður.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 12:36

14 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Nafni, láttu ekki Þór, Baldvin eða Gísla rugla þig.  Flestir þokkalega greindir Íslendingar eru sammála þér og Davíð Oddssyni.

Sigurður Sigurðsson, 5.7.2009 kl. 18:29

15 Smámynd: Sævar Einarsson

Höfum eitt alveg á hreinu um skuldbindingar.

  1. Bréf, tölvupóstar eða samtöl frá íslenskum ráðaneytum skuldbinda ekki ríkissjóð.
  2. Samstarfsyfirlýsing sem var gerð við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn í nóvember 2008 þar sem að Davíð Oddsson þá seðlabankastjóri undirritaði ásamt 2 öðrum fulltrúum íslenskra stjórnvalda skuldbindur ekki ríkissjóð.
  3. Yfirlýsingar fyrrverandi stjórnmálamanna, forsætisráðherra og eða útbrunna sendiherra skuldbinda ekki ríkissjóð.
  4. Minnisblöð eða tæknileg mistök skuldbindur ekki ríkissjóð.


Það eina sem getur skuldbundið Íslenska ríkið er með samþykki Alþingis og alþingismenn kjósa um það og sé niðurstaðan sú að fleiri segja já þá er komið samþykki sem forseti Íslands þarf síðan að staðfesta til að það verði að lögum.

Sævar Einarsson, 5.7.2009 kl. 20:17

16 identicon

Hvað var rangt af því sem maðurinn sagði, fyrir utan auðvitað að vera ekki vinsrti elítunni þóknanlegur til að segja sannleikann og hvað þá að á hann er hlustað?

 Vonandi fá foráðarmenn stjórnarflokkanna og þeirra gjammandi dvergrakkar einn daginn það mikið pólitískt sjálfstraust að hægt verður fyrir kjósendur að taka eitthvað mark á þvi sem frá þeim kemur, í stað þessa venjulega skítkasts sem einkennir þá eins og í tilfelli sem þessu þegar sendiboðinn ber ekki hugnanleg skilaboð. 

 Hann skal jú skjóta samstundis án þess að gera tilraun til að kynna sér og hvað þá meta skilaboði.  Sama gamla komma sagan og minnimáttarkendin grasserar eins og ólæknandi krabbamein sem fyrr.

 Svör stjórnarvildarvinanna hér eru dæmigerð og rangfærslurnar gusast upp úr flestum.  Það er jú mun betra að veifa röngu tréi en öngvu, er kjörorð stjórnvalda og þeirra spunatrúða, sem og sögðu okkur í vikunni þjóðin hafi kosið um IceSave landráðið í kosningunum í vor og meina það 100%.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband