5.7.2009 | 13:21
Nauðsynlegt að fá nýtt skip í siglingar milli lands og Eyja.
Það er vaxandi ferðamannastraumur til Vestmannaeyja og eru t.d. fleiri þúsund manns staddir þar flestar helgar sumarsins. Það eitt kallar á öflugar samgöngur milli lands og Eyja. Fyrir Eyjamenn sjálfa skiptir það höfuðatriði að geta stólað á öruggar samgöngur. Þótt þægilegt og gott sé að nýta sér flugið er það nú bæði mun dýrara en að sigla og eðli málsins tekur maður ekki bílinn með sér í flugvélina. Það skiptir því öllu að góðar samgöngur séu á sjónum milli lands og Eyja.
Herjólfur hefur í gegnum árin þjónað Eyjamönnum og öðrum vel en skipið er nú komið til ára sinna. Í dag heyrir maður t.d. að skipið sigli aðeins á annarri vélinni,þannig að ferðin tekur mun lengri tíma. Annar veltiuggi skipsins hefur verið bilaður nokkuð lengi. Erfitt er að fá skip í stað Herjólfs þegar hann fer í klössun.
Framundan er að siglt verður frá Eyjum í Bakkafjöru og verður það örugglega til mikilla bóta.Því miður tóku stjórnvöld þá ákvörðun að fresta smíði nýs Herjólfs. Mér finnst það óskiljanlegt, því það ættu allir að sjá að það hefði þurft að taka ákvörðun um smíði nýs skips,sem hentaði á leiðinni Vestmannaeyjar - Bakkafjara.
Það er mikill uppgangur í Eyjum og það hlýtur því að vera skilyrðislaus krafa okkar allra að sem fyrst verði tekin ákvörðun og bygging nýs sk,ips boðin út. Þingmenn Sujðurkjördæmis er 10 og hljóta að geta staðið saman um þetta nauðsynjamál.
Nú segja menn, það er kreppa og því eðlilegt að fresta hugmyndum um nýtt skip. Sem betur fer er nú ekki hætt vikð allar framkvæmdir. Hugmyndir eru t.d. uppi um Vaðlaheiðargöng og fleiri framkvæmdir. Allt eru þetta góðar framkvæmdir,en það er ekki hægt að leggja það á borð fyrir nokkurn mann að það sé réttlætanlegt að fresta byggingu nýs Herjólfs.
Góðar samgöngur til Vestmannaeyja skipta öllu. Ég skora á þingmennina 10 að taka þetta mál nú upp og berja í borðið og segja. Við verðum að standa saman og krefjast þess að hafin verði þegar í stað smíði nýs skips til að sigla milli lands og Eyja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.