Allir sem treystu Jóhönnu og Samfylkingunni að standa vörð um velferðarkerfið ættu að lesa auglýsingu í helgarblöðunum.

Jóhanna Sigurðardóttir formaður Samfylkingarinnar hefur verið ólöt við það að draga upp þá mynd af sjálfri sér að hún standi fremst í því að berjast fyrir hag þeirra sem verst eru staddir og að ekki komi til greina að skerða velferðkerfið gagnvart þeim.

Samfylkingarfólk lagði áherslu á þetta í kosningabaráttunni. Þau lögðu áherslu á að þótt erfiðir tímar væru framundan þyrfti að forgangsraða og ekki ætti að láta það bitna á velferðarkerfinu allavega ekki hjá þeim verst settu.

Það væri því hollt fyrir þá sem treystu Jóhönnu og Samfylkingunni að skoða auglýsingu frá Tryggjastofnun sem birtist í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu nú um helgina.

Það kemur svo greinilega fram í þessari auglýsingu að það er verið að skerða kjör elli-og örorkulífeyrisþega frá 1.júlí s.l. Þetta var nú öll baráttan til að vernda velferðakerfið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband