Hvað gerir bóndinn á Bessastöðum. Verður hann samkvæmur sjálfum sér?

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 var fjallað um Ólaf Ragnar,forseta,og spurningunni velt upp hvort hann verður samkvæmur sjálfum sér komi til þess að ríkisábyrgð verði samþykkt vegna Icesave.Stöð 2 rifjaði upp þegar Ólafur Ragnar neitaði að skrifa undir fjölmiðlalögin og hvað rök hann notaði. Þá beitti hann þeim rökum að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar. Af þeirri ástæðu væri nauðsynlegt að setja málið í dóm þjóðarinnar.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru 60% alfarið á móti að Icesave samningurinn verði samþykktur. Aðeins 19% eru því hlynnt.

Reyndar er ég alveg sannfærður um að samþykki Alþingi mun Ólafur Ragnar skrifa undir á stundinni. Það mun þá sannast rækilega hversu pólitískur hann er og nú munu ekki sömu rökin og hann notaði gagnvart fjölmiðlalögunum gilda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég vona INNILEGA að þingmenn VG átti sig á því að það væri BILUN að samþykkja þennan samning, hann er einfaldlega ARFA lélegur og gengur ekki upp!  Með því að fela þennan samning á Alþingi þá bjarga þeir "Óla GRÍS" - en frekar augljóst að þetta "skrípi sem er Forseti landsins" mun samþykkja IceSLAVE enda er hann "innmúraður í útrás ÓREIÐUMANN - rétta orð er GLÆPAMENN....." - Þetta stjórnmálalið okkar og stór hluti viðskiptaliðsins er með "skítlegt eðli...!"

kv. Heilbrigð skynsemi

Jakob Þór Haraldsson (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 20:38

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það er ekki spurning, hann skrifar undir enda vita það allir sem vilja vita að hann er yfirsmiður núverandi ríkisstjórnar.

Þórólfur Ingvarsson, 5.7.2009 kl. 21:25

3 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Þið voruð á móti því að forsetinn beitti neitunarvaldinu á sínum tíma og ef þið eruð samkvæmir sjálfum ykkur þá hljótið þið að vera á móti því nú eða hvað.

Þorvaldur Guðmundsson, 5.7.2009 kl. 21:26

4 identicon

Þarf hann ekki að leita ráðlegginga hjá henni Dorrit,????Ísland/Bretland takast þarna á .

Númi (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 22:08

5 Smámynd: Dante

Þorvaldur!

Bónus-grísinn á Bessastöðum þarf að vera samkvæmur sjálfum sér.

Gjá milli þings og þjóðar þarf að brúa og það verður aðeins gert með því að láta þjóðina kjósa um málið.

Nokkurn veginn var það þetta sem hann sagði.

Því miður þá óttast ég að þessi óskapnaður verði samþykktur á alþingi og í beinu framhaldi af því þá mun bónus-grísinn skrifa undir þessa þvælu og ef svo illa fer, þá munu orð Geirs Haarde eiga vel við:

Guð hjálpi Íslandi!

Dante, 5.7.2009 kl. 23:13

6 Smámynd: Nostradamus

Guð er nú þegar byrjaður að hjálpa Íslandi, við losnuðum amk við Sjálfstæðisflokkinn úr stjórn!!

Nostradamus, 12.7.2009 kl. 13:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband