Verður Kolbrún Halldórsdóttir Þjóðleikhússtjóri. Hvað ætli Vinstri menn kalli slíka veitingu komi til þess.

Á næstunni verður skipað í starf Þjóðleikhússtjóra en 9 sóttu um stöðuna. Einn af umsækjendum er Kolbrún Halldórsdóttir fyrrverandi ráðherra og þingmaður Vinstri grænna. Ýmsir telja að hún hefði ekki sótt um nema telja sig nokkuð örugga um embættið. Núverandi þjóðleikhússtjóri Tinna Gunnlaugsdóttir er meðal umsækjenda og væri það furðulegt fengi hún starfið ekki áfram.

Vinstri grænir hafa í gegnum tíðina mjög gagnrýnt það sem þeir hafa kallað pólitískar ráðningar og nefnt það ýmsum orðum eins og vinavæðingu,bitlinga o.s.frv.

Það verður því spennandi að fylgjast með hvort Katrín Jakobsdóttir,menntamálaráðherra, muni skipa

innanbúðarmann hjá Vinstri grænum eða láta önnur sjónarmið ráða afstöðu sinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dante

Auðvitað fær Kolla jobbið, annað væri í hæðsta máta óeðlilegt!

Ekki er hægt að hafa kerlinguna atvinnulausa .

Dante, 5.7.2009 kl. 23:45

2 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Það er tækifæri fyrir VG að losa sig við kollu fyrir fullt og allt með því að menntamálaráðherra sniðgangi hana, því það þolir enginn þetta skoffín, ekki einu sinni VG að ég held.

Þórólfur Ingvarsson, 6.7.2009 kl. 05:56

3 Smámynd: Haukur Nikulásson

Sigurður, hvernig dettur þér að vera með vandlætingu í þessu efni. Hér er kastað grjóti úr glerhúsi.

Að sjálfsögðu verður Kolla ráðin, þú veist það, ég veit það og þjóðin veit það.

Það er einmitt háttur stjórnmálamanna að raða sínu fólki á garðann og þú ert ekki í hópi þeirra sem mun stuðla að breytingum í þeim málum ekki síst vegna þess að þér finnst "furðulegt" ef systir besta vinar Davíðs verði ekki áfram í embætti.

Ef jafnræðis skal gæta, af hverju ekki að skipta út í þessu starfi eins og öðrum? Er eðlilegt að fólk eignist svona embætti til lífstíðar?

Mín persónulega skoðun er að þjóðin eigi að losa sig að mestu út úr því að niðurgreiða listir hjá fullorðnu fólki. Eins og við sjáum berlega er oftast nær um að ræða að pólitíkin reyni að stjórna því hvað er list sem vert er að ríkið niðurgreiði úr vösum okkar sem höfum engan áhuga á því að halda uppi lista- og menningarstarfsemi sem ekki getur þrifist án endalauss betls úr rýrnandi sjóðum samfélagsins.

Til að fyrirbyggja misskilning hef ég enga skoðun á því hvort núverandi þjóðleikhússtjóri hefur sinnt starfi sínu vel eða illa.

Haukur Nikulásson, 6.7.2009 kl. 08:01

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

Hún fær ekki þetta starf - en fylgist með hvað hún fær í staðin

Jón Snæbjörnsson, 6.7.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Ég er handviss um að Kolbrún Halldórsdóttir fær ekki þetta starf. En það er einkennilegt að það skuli vera Sjálfstæðisflokksmenn sem troðið hafa í átján ár, oft samkvæmt tilskipunum Davíðs, jafnvel óhæfum einstaklingum í öll embætti sem þeir hafa getað  skuli nú standa á öndinni yfir því hvort Katrín Jakobsdóttir skipi Kolbrúnu.

María Kristjánsdóttir, 6.7.2009 kl. 12:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband