Ekki sama Jón og séra Jón. Almenningur mun ekki sætta sig við afskriftir hjá hinum stóru.

Ekki er hægt að mæla með því að fólk sé með hótanir við starfsfólk nýja Kaupþimngs,en það þarf svo sem ekki að koma á óvart. Það gengur hreinlega fram af fólki við þær fréttir að það sé til umræðu að afskrifa þrjá milljarða hjá Björgólfsfeðgum. Almenningi er nóg boðið að það skuli yfir höfuð vera til umræðu og hugsanlega koma til greina.Svo er það með ólíkindum að þeim feðgum skuli detta í hug að leita eftir þessu. Athugið þetta er í upphafi lán sem þeir notuðu til að kaupa Landsbankann. Mörgum fannst þeir fá bankann á silfurfati,svo kemur í ljós að það var annar banki sem lánaði þeim og nú ætlast þeir til að fá það afskrifað að stórum hluta.Er nokkur furða þótt almenningur sé reiður.

Ráðamönnum finnst það fráleitt þegar talað er um afskriftir hjá hinum venjulega Jóni um 20%, en það er í lagi að afskrifa milljarðama.

Kaupþing mun ekki komast upp með annað en upplýsa sína viðskiptavini og almenning hvort Björgólfsfeðgar fái afskrifað. Það hlýtur þá að ganga það sama yfir alla. Skuldir almennings eru svo miklir smámunir í samanburði við þessar upphæðir séranna að það hlýtur að verða barnaleikur að fá allt afkrifað eða í það minnsta ansi stóran hluta.

Við fréttina um að það skuli vera í umræðinni að sfskrifa milljarða hjá feðgunum er mælirinn fullur. Almenningur mun ekki láta það yfir sig ganga.


mbl.is Bankastjóra Kaupþings hótað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr heyr.....

Jón Sigurjónsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 00:00

2 identicon

Sammála

Áhrifaríkara er að taka út sínar innistæður hm en hvert á maður að fara með þær.  E.t.v í bgankahólf enginn banki stenst áhlaup að því tagi

kristin (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 00:26

3 Smámynd: Elle_

Allt mun ganga af göflunum gefi ekki bankinn skjótt nei-svar og brjóti ekki þannig beinlínis á öllu hinu fólkinu.  Fólki sem bæði þarf að taka á sig nánast handrukkanir sama banka og/eða tap. Og fyrir utan það fólk sem hefur verið kastað út á stétt vegna þessara sömu manna.  Og næst ICE-slave. Manni gersamlega ofbýður. 

Elle_, 9.7.2009 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband