Þvílíkur og annar eins skandall við sölu bankanna á sínum tíma.

Ég held að ég sé ekki einn um það að hafa haldið að þeir sem keyptu bankana á sínum tíma hefðu lagt eitthvað af eigin fjármagni til þeirra. Nú virðist samkvæmt fréttum að bankarnir hafa verið nortaðir til að lána kaupendum, svona sitt á hvað eða þá bara bankinn sem þeir voru að kaupa.

Satt best að segja datt mér ekki í hug að þetta hefði gerst svona. Það hefði nú hver og einn getað keypt banka fyrst svona var í pottinn búið. Til hvers þurfti allar nefndirnar og sýndarmennskuna að verið væri að taka hagstæðum tilboðum.

Og svo út fyrir allan þjófabálk ætlast kaupendurnir til að fá megnið afskrifað. Ég held að þetta sé hámark ósvífnarinnar og Evrópuskandall.

Það er nauðsynlegt að það verði nú rifjað upp og allt látið komja fram hvernig í raun og veru hin svokllaða sala á ríkisbönkunum fór fram á sínum tíma. Það er ekki endalaust hægt að hafa íslensan almenning að fíflum.

Þetta er svo mikill skandall að þjóðin getur ekki kyngt þessu þegjandi.


mbl.is Dýrt fyrir ríkið að selja banka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Segðu ! Það verður að rannsaka sölu bankanna á sínum tíma svo íslenska þjóðin fái að vita sannleikann um þetta mál allt saman. Reiðin sem er í þjóðfélaginu er orðin svo mikil að það er næstum hægt að snerta hana.

Ína (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 16:37

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Gleymdu því ekki að Halldór og Davíð handstýrðu þessu. Og að Björgólfsfeðgar og Magnús voru valdir umfram aðra sem komu með hærra tilboð á þeirri forsendu að þeir staðgreiddu með fé sem kom að utan. Þetta er enn stærri glæpur en mann grunaði. Það eru enn margar beinagrindur í skápum stjórnmálaflokkanna.

Hjálmtýr V Heiðdal, 9.7.2009 kl. 19:43

3 Smámynd: Björn Birgisson

Svona unnu Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn á þeim tíma. Höfðu almenning að fíflum. Lítið hafa þeir skánað, ef nokkuð.

Björn Birgisson, 9.7.2009 kl. 20:56

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Allt var þetta nú í boði Sjálfstæðisflokksins þú gleymdir að mynnast á það.

Þorvaldur Guðmundsson, 9.7.2009 kl. 21:10

5 identicon

Það stefnir allt í að nóg verður að gera hjá byggingariðnaðarmönnum næstu misserin við að lemja upp öllu því tugthúsplássi sem þarf til að hýsa allt þetta óyndis lið næstu árin og vonandi áratugina.

Guðmundur Gunnarsson (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 23:00

6 Smámynd: Kristján Gunnarsson

Þetta virðist allt vera alveg botnlaus skandall, sama hvar er komið við.

Mér verður hugsi hvernig þetta gerðist á Íslandi. Ég hélt að Íslendingar væru vandir að sinni virðingu og sólítt menn svona yfirleitt. Er málið að þessi spilling var alltaf til staðar en kemur nú í ljós vegna þess að botninn hefur fallið úr? Eða er þetta tiltölulega nýkomið? Mig grunar að Hannes Smárason og Kári Stefánsson hafi lært einhver trikks fyrir vestan sem smituðu út frá sér.

Í sjálfu sér eru þeir glæpir sem hér hafa verið framdir ekki frábrugðnir því sem gerist erlendis. Munurinn er bara hversu útbreytt og hömlulaust þetta gerðist á Íslandi og án nokkurrar mótstöðu frá kerfinu.

Kristján Gunnarsson, 10.7.2009 kl. 00:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband