Skammarlegur dagur í sögu Vinstri grænna.

Það fór eins og marga grunaði að Vinstri grænir myndu sjá til þess að kjósendur á Íslandi fengju ekki að greiða atkvæði um það hvort sækja ætti um aðildaviðræður hjá ESB eða ekki. Einnig sáu Vinstri grænir til þess að þjóðaratkvæðagreiðsla um samningsdrög verða ekki bindandi heldur ráðgefandi.

Það er með ólíkindum að stór hluti þingmanna Vinstri grænna skuli á þennan hátt hafa svikið sína eigin stefnu.

Merkilegt er svo að heyra í Steingrími J.formanni Vinstri grænna eftir að búið er að samþykkja að sækja um hjá ESB. Steingrímur J. segist ekki hafa neina trú á að við fáum einhver sérkjör hjá ESB hvað varðar sjávarútveg og landbúnað. Hvers konar vitleysa er þetta eiginlega. Hvers vegna að sækja um ef þingmenn hafa enga trú á að við eigum samleið með ESB.

Þessi dagur hlýtur að vera skammarlegur í hugum margra Vinstri manna,sem trúðu því að flokkurinn stæði við sín kosningaloforð.

Svo er merkiolegt að þeir flokkar sem mest hafa talað um að auka eigi lýræðið með því að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu skuli fella það að spyrja þjóðina .


mbl.is Blendnar tilfinningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ótrúlegt að nú er ég sammála Sigurði Jónssyni aftur,tek undir það að  VG liðar sem kusu gegn sínum eigin sögðum orðum fyrir kosningar eru ómerkingar,og þar fer fremstur í þeim flokki samflokksfélagi minn hann Steingrímur J.Ber virðingu fyrir hinum í VG sem stóðu við sitt . ESB eru hryðjuverkasamtök,hvað á litla Ísland að gera þangað inn. 'ISLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 16.7.2009 kl. 23:31

2 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Á mínu heimili ríkir mikil gleði og feginleiki að nú skuli loks vera stigið það heilla skrefað sækja um aðild að ESB. Mikið gæfuspor fyrir land og þjóð. Nú verður Ísland með í bandalagi fullvalda þjóða í Evrópu. Sunnudagssteikin tekin fram og haldin veisla. Okkur er létt og við erum glöð.

Til hamingju Ísland

Hólmfríður Bjarnadóttir, 17.7.2009 kl. 01:30

3 identicon

Það er segin saga með VG ekki nóg með það að þeir svíki flokksmenn og fólkið sem kaus þá sérstaklega vegna þeirra stefnu að við gengjum ekki inn í EB.

Ég get ekki beðið eftir næstu kostningum og sjá hrunið hjá VG vegna að ég tel mjög alvarlegra kostningasvika.

Halldór Jónsson (IP-tala skráð) 17.7.2009 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband