Ekki rök að afgreiða verði Icesave strax vegna þess að fresta verði Alþingi fram til október.

Ótrúlegt að beita þeim rökum að afgreiða verði Icesave strax,þar sem Alþingismenn séu að fara í frí þangað til í október. Það geta ekki talist nein rök. Icesave málið er svo stórt að þjóðin hlýtur að geta gert þá kröfu að Alþingi starfi í sumar,þannig að hægt sé að fara rækilega yfir málið.

Upplýst hefur verið að gífurlegt magn upplýsinga liggi fyrir þannig að þingmenn hafi ekki kosmist yfir að kynna sér öll gögn. Ennfremur er því haldið fram að enn vanti veigamiklar upplýsingar. Icesave málið er svo stórt að það getur ekki skipt neinu fyrir þingmenn þótt þeir verði að sitja áfram .

Alþingismenn verða að gera sér grein fyrir þeirri einföldu staðreynd að það er almenningur í landinu sem þarf að taka á sig byrðarnar vegna Icesave. Það skiptir því öllu að vel sé staðið að verkum og það sé alveg á hreinu hverjar okkar skuldbindingar eru þennig að við þurfum ekki að greiða meira en okkur ber.

 


mbl.is Frestun Icesave slæmur kostur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband