Nú hljóta þau í Samfylkingunni að veltast um af hlátri.

Að Íslendingar séu hafðir að háði og spotti í ESB löndunum finnst örugglega flestum hér á landi miður skemmtilegt. Vel má samt vera að Samfylkingarfólki þyki þetta skemmtilegur húmör,því þetta eru jú þjóðirnar sem þeir vilja endilegta bindast sem sterkustu böndum. Miðað við fréttir síðustu daga um viðhorf og framkomu margra ESB þjóða gagnvart okkur er enn furðulegra en áður hversu gífurlega áherslu Samfylkingin leggur uppúr að komast á hnjánum í bandalagið.

Íslendingar mega ekki láta Breta og Hollendinga og fleiri ESB þjóðir kúga sig til hlýðni.


mbl.is Herferð gegn Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Mér þykir það góðs viti að allsherjargoðinn hefur í hyggju að blanda landvættunum í málið og þá mun gæfuhjólið fara að snúast með okkur!   sbr  síðustu færrslu mína

Sigurður Þórðarson, 30.7.2009 kl. 00:30

2 identicon

Þetta er allt ein allsherjarvitleysa. Ég er nokk (næstum) sammála fyrstu 2 atriðunum en verð að viðurkenna ég nennti ekki að lesa lengra. Er búin að lesa svo mikið um þetta síðustu mánuði. Það er eitt samt sem ég skil alls ekki. Það var augljóst mál fyrir mörgum vikum síðan að vinstri grænir og samfylking vildu allt til vinna til að komast í ESB. Þau vilja fórna öllu, þjóðinni, sjálfstæðinu, sjálfsbjargarviðleytninni sem hefur einkennt okkur fram að þessu, sjálfsagt væri minna mál fyrir mig að telja upp þau atriði sem þau væru ekki tilbúin til að fórna til þess eins að komast í þetta blessaða ESB, en það er samt alltaf eitt sem ég skil ekki. Og það er... þó svo við komumst þangað eftir 2-6 ár (Guð forði okkur frá því)  ....hvernig hugsar þetta fólk sér íslenskt þjóðlíf fram að þessum tíma? Eigum við bara að standa brosandi í biðröðinni og þeir sterkustu lifa biðina af? Síðan þegar biðin er afstaðin og ESB er loks búið að klófesta okkur þá verða þeir sem lifðu biðina af öll í sama staðlaða farinu. Gaman gaman!

assa (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 03:00

3 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Meirihluti þjóðarinnar styður viðræður við ESB... lágmark að sýna þeim virðingu Sigurður og ræða þessi mál á málefnalegan og skynsamlegan hátt.

Jón Ingi Cæsarsson, 30.7.2009 kl. 07:40

4 identicon

Ég er félagi í Samfylkingunni og mér fannst þetta bráðsniðugt!

Gunnar (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 10:16

5 Smámynd: Elle_

No. 2:  Hvað ætli þetta komi Sjálfstæðisflokknum við?

No. 4.  Ertu ekki á villigötum?  Hvaðan færð þú tölurnar, Jón Ingi?  Ertu kannski að meina úr skoðanakönnun Evrópusinnaðra blaða, og hverra?   Komdu með rök og tölur.

Elle_, 30.7.2009 kl. 21:58

6 Smámynd: Samúel Úlfur Þór

ég er nú utan "trúfélaga" og ég gat nú hlegið að þessu. Enda er þetta bara kímni. Ef Íslendingar eru svo hörundsárir að ekki megi grínast um ástandið sé ég ekki ástæðu til að vera að bjarga þessu skeri neitt frekar...

En í ESB förum við vonandi aldrei, væri samt gaman að sjá örlítið málefnalegri umræðu um það einveldi.

kkv, Úlfr

Samúel Úlfur Þór, 31.7.2009 kl. 00:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband