Evran aldrei dýrari á árinu. Hvernig getur þetta verið? Er ekki búið að reka Davíð Oddsson ?

Þð var tvennt sem Samfylkingin sagði algjör forgangsatriði til að ná tökum á efnahagslífinu og til styrktar krónunni. Fyrsta atriðið var að losna við Davíð Oddsson úr Seðlabankanum. Hitt atriðið var að sækja um inngöngu í ESB.

Nú hefur Samfylkingunni tekist að ná fram báðum þessum höfuð markmiðum sínum. En hvað? Hefur eitthvað lagast? Evran hefur aldrei á árinu verið eins dýr. Stýrivextir eru enn í tveggja stafa tölu.

Hvað ætli Jóhanna og Samfylkingin segi núna. Hverju er nú um að kenna?

 


mbl.is Evran aldrei dýrari á árinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvitað er þetta ennþá Sjálstæðisflokknum að kenna, hann var jú við völd þegar allt hrundi og DO neitaði að lækka vextina og...

en, Halló,  Samfylkingin, hún var þarna líka, og nú er hún EIN við völd ( VG bara þarna til að segja já) og DO er ekki lengur í seðlabankanum..

Hmmm ...ER ÞETTA KANNSKI ALLT SAMFYLKINGUNI AÐ KeNNA EFTIR ALLT.

AF HVERJU HEFUR EKKERT BREYTST JÓHANNA ?

Birgir Guðjónsson (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:25

2 identicon

Sæll Sigurður,

Það er svo sannarlega ekki sopið kálið þó í ausuna sé komið og fær Samfylkingin nú bara þann rassskell sem hún hefur unnið sér inn upp á eigin spýtur.

Það er verst að þjóðin þarf að súpa seiðið af þessum brekum.

sandkassi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:33

3 Smámynd: Álfdís Eir

Elsku Sigurgeir. Ég reikna með að arfleið Davíðs hafi verið vanmetinn. Það kemur sífellt meira í ljós.

Nú í dag má til dæmis lesa um það í morgunblaðinu hvernig álfyrirtækin sem hann Davíð var svo duglegur að ginna til landsins beita klækjum til að komast hjá skattgreiðslum. Þannig situr íslenska þjóðin uppi með erlend lán en fær svo til engar gjaldeyristekjur á móti.

Álfdís Eir, 30.7.2009 kl. 13:39

4 identicon

Jóhanna er kominn í frí, Ingibjörg kemur inn bakkdyramegin og tekur við, þá verða orð Jóhönnu ómerk og dauð. Samfylkingin sem er spilltasti flokkur landsins ásamt Ólafi R.

Sigurbjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:40

5 identicon

Ef við fáum ekki lánin frá AGS og frá Norðurlöndunum eins og talað var um mun krónan fara fjandas til og lengra ef Skrattinn vil ekki heldur sjá hana. Ef þetta gengur eftir spái ég 50% gengisfalli til viðbótar a.m.k á næstu vikum sem sagt þjóðargjaldþrot með pompi og bragt. Mæli með því að Fjórflokkurinn fái síðustu Fálkaorðuna fyrir vel unnin störf fyrir hina fáu útvöldu.

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

P.S. Þar sem fáir virðast skilja afhverju íslenska krónan sé ónýt vil ég segja það  þarf að framleiða meira af gjaldeyrisútflutningvörum og  framleiða meira af gjaldeyris sparandi vörum. Til að sú þróun geti átt sér stað þarf að moka í burt mörgum í stjórnsýslunni því hvorki almenningur né erlendir lánadrottnar hafa trú að okkar spillta kerfi sem hefur vakið heimsathygli og við íslendingar víða kallaðir heimsómagar í dag..

B.N. (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 13:57

6 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ætli Össur hafi ekki verið búinn að leggja inn umsókn um aðild að Evrópusambandinu ?  Jóhanna sagði að krónan myndi styrkjast um leið og aðildarumsókn yrði lögð inn og allt myndi snúast til betri vegar fyrir okkur því þá um leið myndu þjóðir heims taka okkur alvarlega og líta á okkur sem alvöru þjóð ! ! !

Tómas Ibsen Halldórsson, 30.7.2009 kl. 14:03

7 Smámynd: Héðinn Björnsson

Ég get ekki talað fyrir Samfylkinguna en mér finnst líklegast að það sé erlend skuldsettning þjóðarbúsins sem reynist sífelllt vera stærri og stærri sem gerir það að verkum að við sjáum fram á nýtt hrun krónunnar og ekki styrkingarferli. Hagkerfið stendur einfaldlega ekki undir núverandi vaxtabyrgði og blæðir því hægt og rólega út.

Héðinn Björnsson, 30.7.2009 kl. 15:39

8 identicon

Nú er þetta þeim sem ekki vilja samþykkja Icesave að kenna, og kannski svolítið Davíð :-)

eva sol (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 15:47

9 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

Barnalegt blogg í Morfís-stíl.

Páll Geir Bjarnason, 30.7.2009 kl. 17:02

10 Smámynd: Sigurður Jónsson

Páll Geir. Barnalegt segir þú. Það sem aðallega er nú barnalegt er að Samfylkingin skuli hafa reynt að koma því inn hjá þjóðinni að lausn allra vandamála væri að reka Davíð og slkja um í ESB. Þjóðin er nú reynslunni ríkari.

Sigurður Jónsson, 31.7.2009 kl. 11:25

11 Smámynd: Kristinn H

Mikið er ég sammála því að þetta blogg er barnalegt. Að vera enn að mæra persónu sem að skyldi við seðlabankann tæknilega gjaldþrota, meðal annars með því að sólunda miljarðahundruðum í banka sem hann segist hafa verið búinn að telja af áður. Auðvita er þetta sárt að kingja fyrir þá sem voru meðvirkir í þessari hringrás.  En nú er komin tími til þess að allir taki á árarnar í sömu átt og reyni með öllum ráðum að koma landinu aftur á koppin og að koma ummræðunni á vitrænna plan.

Kristinn H, 31.7.2009 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband