Jóhanna. Hvað varð um vinaþjóðir okkar í ESB?

Það átti allt að breytast þegar við hefðum sent inn umsókn í ESB. Það væru svo jákvæð skilaboð sagði Jóhanna formaður Samfylkingar. Við það eitt myndu allar dyr standa okkur opnar og áhrifin sæjust strax á Íslandi.

Ekki er þetta mú sú mynd sem við sjáum í dag. Nú er Ísland sett í skrúfstykki. Annað hvort hlýðið þið okkur í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og ESB ellegar fáið þið ekkert lán og enga hjálp.

Ykkar er valið segja þessar svokölluðu vinaþjóðir okkar.

Vel má vera að okkar möguleikar séu ekki miklir til að mótmæla Icesave, en að við skulum liggja á hnjánum og vilja endilega komast í ESB klúbbinn er erfitt að skilja.


mbl.is Afgreiðslu AGS frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sigurður,vandinn er skíturinn sem þið í sjálftökuflokknum skilduð eftir ykkur. Eru það ekki afurðir fyrrverandi framkvæmdastjóra ykkar sjálftökumanna ,hans Kjartans Gunnarsson og félaga hans sem valda mesta hausverknum í rústahreinsunin í dag ?

Jon Mag (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:41

2 identicon

Shhh... ekki trufla Jóhönnu. Hún er í fríi!

Offi (IP-tala skráð) 30.7.2009 kl. 17:56

3 Smámynd: Sigmar Þormar

Já rétt Sigurður. Og áfram heldur upplýsingaleysið og óheilindin. Það var marg búið að taka fram af stjórnvöldum að AGS lánið hefði ekkert með Icesave að gera. 

Endalausar rangfærslur sem íslenskur almenningur fær áfram yfir sig. Þessu verður að linna. Opin og heiðarleg opinber stjórnsýsla er algert lykilatriði við þær erfiði aðstæður sem mæta okkur nú.

Án nýrra vinnubragða vinnum við okkur aldrei út úr þessu.

ESB umsóknin var síðan toppurinn á ruglinu.

Sigmar Þormar, 30.7.2009 kl. 17:58

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg morgunljóst að þetta esb bull er ekki að hjálpa okkur nokkurn skapaðan hlut -
- en við skulum bíða og heyra hvað Jóhanna sem er sagt að sé í sumarfríi segi þegar fríinu lýkur - enda ekkert að gerast sem skiptir máli -
- sf ætlar í þennan klúbb hvað sem það kostar og ef það er hluti að pakkanum að láta kúga sig þá er það ekkert sem hefur áhrif á sf

Óðinn Þórisson, 30.7.2009 kl. 18:07

5 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæll Sigurður

6 af hverjum 10 Íslendingum styðja aðildarviðræður!

Alls voru 4,64 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum eru fylgjandi aðildarviðræðunum, en 5,36 af hverjum 10 sjálfstæðismönnum andsnúnir.

Munurinn jaðrar við skekkjumörk!

Þetta þýðir í raun að 50% sjálfstæðismanna vilja aðildarviðræður og 50% eru andsnúnir aðildarviðræðum! 

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 19:12

6 Smámynd: Elle_

Já, akkúrat.  Og átti ekki líka gengið að styrkjast um leið og sótt yrði um?!?   Það "vissu" sumir fyrir víst.  

Elle_, 30.7.2009 kl. 21:48

7 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

EE elle:

Það er auðvitað aðeins hluti af pakkanum að sækja um aðild að ESB.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 30.7.2009 kl. 23:12

8 identicon

KJÁNI!!   AHHAHA AHHAHAHAH AHAHAHAHHAHAH

dkdkkd (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 09:58

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er ótrúlegt hvað er fjallað um málefni ESB og umsókn Íslands af mikilli vanþekkingu og fordómum. En við verður víst að búa við það því flokkslínan sem Sjálfstæðisflokkurinn gaf gengur út á það.

Fullveldisframsal er vinsælt orð á þeim bænum og jaðrar við að vera kjánalegt með tæplega 30 þjóðir Evrópu þarna inni og þær fáu sem eftir eru að mestu á leiðinni inn.

Vonandi fer umfjöllun um þessi mál að verða af þeim toga að sæmi þokkalega vel gefnu fólki sem vill fræðast og kynna sér málin. Við fórum í EES fyrir tæplega 20 árum og síðan þá höfum við tekið upp flest lög og tilskipanir ESB. Mat manna er að við séum i reynd um það bil 80% ESB þjóð. Ef menn vilja endilega tala um fullveldisafsal sem slíkt sem er þvæla ... gerðist það árið 1992.

Jón Ingi Cæsarsson, 31.7.2009 kl. 10:23

10 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

Samkvæmt könnun Fréttablaðsins hefur fylgið við aðildarviðræður fallið um allmörg % og andstaðan aukist um svipaða prósentu tölu sé miðað við eldri kannanir. Ísland var enginn dularfullur gæi Ísland var ekki í neinni útrás það voru einstaklingar sem eru með lögheimili á Íslandi sem voru í útrás ekki þjóðin og ég fer fram á það að fólk hætti að kenna 299.970 einstaklingum um það sem 30 gerðu ekki nákvæm tala en sýnir hvað ég á við.

Góða helgi öll sömul

Jón Aðalsteinn Jónsson, 31.7.2009 kl. 10:57

11 identicon

Jón Ingi það er ekki hægt að bera saman aðrar þjóðir sem eru innan vébanda þessa ofurveldis í Brussel.Jón Ingi þarna eru um milljóna þjóðir að ræða,en við á Íslandi erum rétt rúmlega þrjúhundruð og tuttugu þúsund.Íslenska þjóðin verður GLEYPT af þessu ofurveldi sem Brusselmafían er,hvernig getur þú haldið öðru fram.Vinnubrögð ykkar Samfylkingarmanna minnir á kommúnísk vinnubrögð,allir í þeim flokki skulu vera sammála sínum foringja.Ég sé eftir atkvæði mínu til vinstri grænna,og hef ég verið flokksbundin í þeim flokki allt frá stofnun,en ekki lengur sagði mig úr flokknum um leið og Steingrímur sagði já við því að vera sammála Jóhönnu þinni um að sækja um aðild,Steingrímur laug að fólki og svoleiðis fólk einsog hann á maður ekki að sælda við.En það er annað með ykkur í þessum öfgaflokki sem heitir Samfylking. Gleymdu því ekki Jón  Ingi að flokkurin þinn á þátt í því hruni sem hefir dunið á þjóð vorri,flokkur þinn var sem hækja með Íhaldinu.

Númi (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 12:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband