5.8.2009 | 12:41
Óhress með yfirlýsingar Bjarna formanns Sjálfstæðisflokksins. Við verjum ekki sukk og svínarí gömlu bankanna.
Flestir hafa örugglega fagnað því að Kaupþing komst ekki upp með að setja lögbann á fréttaflutning af vafasömum lánveitingum bankans fyrir og eftir hrun.Fjölmiðlar skipta miklu máli við að upplýsa mál og miðla þeim til almennings. Það er fáránlegt miðað við það sem gerst hefur haldi menn að hægt sé að halda öllu leyndu fyrir almemnningi.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að heyra og sjá yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins. Hann harmar að upplýsingum hafi verið lekið til fjölmiðla. Bjarni harmar einnig hvernig ráðherrar hafa tekið á málum. Á ég virkilega að trúa því að Bjarni ætli að gerast talsmaður þess að rétt hefði verið að halda öllu leyndu.
Að sjálfsögðu er það skylda fjölmiðla að upplýsa almenning um sukk og svínarí og á það sésrtaklega við núna um starfsemi gömliu bankanna.
Það gengur ekki ef Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að verja það sukk og svínarí sem nú er að koma betur og betur í ljós hjá gömlui bönkunum. Það gengur ekki ef Sjálfstæðisflokkurinn vill viðhalda því þjóðfélagi að ekki megi upplýsa almenning um gang mála.
Hverjir þurfa að taka á sig byrðarnar vegna sukksins í bönkunum. Er það ekki almemnningur.
Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki endurheimta traust kjósenda ef formaður flokksins er á því að ekki megi upplýsa almenning.
Rannsaka íslensku bankana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
margir eru Bjarna sárir og reiðir eftir þessa yfirlýsingu sumir sárari og reiðari en áður, hann misstígur sig aðeins hér en "óviljandi" er ég viss um
Jón Snæbjörnsson, 5.8.2009 kl. 12:52
Forseti okkar sagði að margar fyrirmyndir myndu falla. Kreppan hefur reynst mannskemmandi og stjórnmálamenn hafa flestir fallið í verðgildum því það ræður enginn einn við þennan vanda. Siðblindan vanni í því að draga sem flesta með sér niður í svaðið þannig að enginn veit hver var verstur og pólitíkusarnir fengu á sig verst skellinn því þeir leyfðu þessu að gerast.
Mig grunar að margir góðir menn hafi verið felldir saklausir eða hafi ómeðvitað verið gerðir meðsekir. Þarna þarf að fara að greina því það eru þeir sem notfærðu sér smugurnar til að hagnast sem eru sökudólgarnir en ekki þeir sem settu leikreglurnar í góðri trú.
Offari, 5.8.2009 kl. 13:00
Uhmm... "Á ég virkilega að trúa því að Bjarni ætli að gerast talsmaður þess að rétt hefði verið að halda öllu leyndu."
Halló! Hvar hefurðu verið síðustu áratugina? Ég hallast að því að taka þessu sem íróníu. Afsakaðu tóninn, ég ætti víst að fagna færslunni en allt sem þú hneykslast á er búið að vera borðliggjandi svo árum skiptir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf hyglað leynd, skort á eftirliti og rétti hinna fjársterku til að veðsetja þjóðareigur í eigin þágu og arðræna almenna borgara. Ekkert hefur breyst í þeim búðum. Þvaðrið í forystunni er orðið að innantómum brandara núna sem ekki er hægt að fela lengur, það er það sem fólk er nú að sjá.
Það sem ég hélt hér áður var að flestir kjósendur sjálfstæðisflokksins vonuðust til að komast í hóp þeirra sem arðræna, en hef komist að því eftir því sem tíminn líður að stærstur hlutinn trúði á glansmyndina sem notuð er til að selja drullukökuna. Alveg hreint sorglegt. Og svo skammast fólk sín svo mikið fyrir að hafa stutt sjallan síðustu áratugi að það vill ekki horfast í augu við villu síns vegar og heldur áfram að setja X við D. Alveg stórgrátlegt.
Allavega, á meðan ég var að skrifa þetta snérist mér hugur - Ég fagna færslunni. Vonandi að hugljómun þín lýsi upp annað fólk.
Rúnar Þór Þórarinsson, 5.8.2009 kl. 13:11
Spurning, kannski hefur hann eitthvað fela, þegar ég las það sem hann sagði þá hugsaði ég "agalega var hann heppinn að nafnið hjá honum kom ekki upp"
Sævar Einarsson, 5.8.2009 kl. 13:14
Hvernig halda menn að þetta sé í Landsbanka eða Glitni? Ég er alveg 100% á því að það er vera enn í Kb. Landsbankin var bara þvottastöð fyrir glæpamenn frá Rússlandi og Glitnir var rændur af eigundunum um leið og Bjarni gekk út. Það verður fróðlegt að sjá það!!
óli (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 13:50
Hvaða áheyrilega vitleysa er í gangi hjá þér Óskar......N1 kemur við í lánabók Kaupþings, er það ekki bara allt í góðu ???....Þú ert eitthvað að misskilja þessa umræðu um lánabók Kaupþings og það hneyksli sem á sér þar stað. Eru s.s. ALLIR sem tóku lán hjá Kaupþingi glæpamenn ???
Jón H (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 14:18
Heyr, heyr!
Héðinn Björnsson, 5.8.2009 kl. 14:22
Af hverju Sigurður ?
Ég spurði hann beint á kosningafundum um hn ýmsu mál - kosningasjóði og fl., sem birst hafði opinberlega og hann hafði staðfest - en hann vildi ekkert við það kannast þótt ég hefði gögnin í höndunum, þar sem hann viðurkenndi að hafa tekið á móti fjármunum !
Bjarni Benediktsson er fyrst og síðast að hugsa um hag eigin fjölskyldu en ekki Íslendinga !
Hvað skyldi það heita ?
Hann hefur nú algerlega stappað sjálfstæðisflokknum niður í foraðið - sem er mjög ósanngjarnt gagnvart öllu því fólki sem aðhyllist stefnu sjálfstæðisflokksins sem er allt annað en svik og prettir !
Þorgerður Katrín og Bjarni Ben hika ekki við að ræna annað fólk í eigin þágu.
Segi þér algerlega satt að það er fullt af börnum á Íslandi sem fá ekki nóg að borða þessar vikurnar. Mæðrastyrksnefnd sem heldur lífinu í þessu fólki hefur haft lokað í margar vikur vegna sumarleyfa.
Alma Jenny Guðmundsdóttir, 5.8.2009 kl. 14:26
Bjarni er strangheiðarlegur maður, verum ekkkert að blanda N1 inn í þetta
já bækurnar á Landsbanka og Glitni Banka er sennilega ekki hægt að opna
Jón Snæbjörnsson, 5.8.2009 kl. 14:48
vá hvernig gat þetta komið þér eða öðrum í þinni stöðu á óvart? það eru allir (aðrir en sjálfstæðispakk) búnir að benda á þessa hegðun og siðleysi í mörg ár, og óheiðarleiki stjórnvalda og spillingaraflanna blasti við öllum Í MÖRG ÁR. Auðvitað verja þínir menn auðvaldið, það hafa þeir alltaf gert. Að halda að þeir bregðist einhverntímann heiðarlega eða eðilega við er einsog að halda að hér rísi alltíeinu tvær sólir á morgun!!! sorrí en þetta er satt. Til hamingju samt með að hafa loksins séð smá ljós og getir viðurkennt að eitthvað sem þinn flokkur og þínir menn gera sé nú ekki alveg fullkomið og æðislegt. Ég óska þér síðan góðs gengis með að taka ábyrgð á því ógeði sem atkvæði þitt í gegnum árin hefur leitt landið okkar útí - allir sjálfstæðismenn ættu að halda sig til hlés í svona 100 ár því skömm þeirra og ábyrgð er MIKIL. En batnandi fólki er best að lifa
halkatla, 5.8.2009 kl. 14:56
Mér finnst hörmulegt að Bjarni skuli tjá sig með þessum hætti, þegar allt logar í þjóðfélaginu vegna þess sem fólk kallar glæpamennsku, bankaleynd og allskonar feluleikur með mjög ljótan sannleika. Nei hann hefði betur þagað.
Það er enginn að tala um að svipta trúnaði á því hvort almennir launamenn eiga 1 milljón eða 10 í sparnaði eða eitthvað sem eru eðlileg bankaviðskipti fólks og fyrirtækja. Það er verið að tala um glæpamennsku sem hleypur á hundruðum jafnvel þúsundum milljóna, en situr öll í skjóli laganna, amk ennþá. Og að lána þessar fjárhæðir út án öruggra veða er ógeðslegt. Hinn almenni þjóðfélagsþegn fær ekki lán í bönkum án tryggra veða í fasteignum eða verðgildi fasteigna. Reyndar er svo komið nú og það fyrir tilstilli þessara sömu aðila, að lán hafa vaxið veðunum yfir höfuð.
Ég er ekki í minnsta vafa um að þetta sama kemur upp úr sorptunnum hinna bankanna líka, því miður.
Sólveig (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:04
Það er alveg hreint með ólíkindum að Bjarni Ben skuli hafa valist sem formaður Sjálfstæðisflokksins, svona líka nátengdur viðskiptalífinu og N 1. Það kemur sér allavega virkilega illa núna bæði fyrir hann og flokkinn.
Stefán (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 15:50
Sigurður, varla ertu að verja lögbrot. Það sem Bjarni var að gera, var að gagnrýna ráðherrana fyrir að verja brot á lögum og jafnvel hvetja til þeirra.
Um þetta er fjallað í þessu bloggi og ekki ástæða til að endurtaka allt, sem sagt er þar.
Axel Jóhann Axelsson, 5.8.2009 kl. 16:50
Hvað er þetta maður. Er ekki Bjarni bara að hnykkja á undirliggjandi stefnu flokksins, að halda hlífskyldi yfir auðmönnum og fjárglæframönnum ?
Orðið sjlálfstæði, hefur mjög sérstaka merkingu í nafni flokksins.
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 19:41
Fjölmiðlar skipta miklu máli við að upplýsa mál og miðla þeim til almennings.
Það gefur þeim samt ekki leyfi til að hegða sér eins og þeir vilja, það vantar virkilega lög á þessu landi til að setja smá ól utan um fjölmiðlana hér.
Að sjálfsögðu er það skylda fjölmiðla að upplýsa almenning um sukk og svínarí og á það sésrtaklega við núna um starfsemi gömliu bankanna.
Það eina sem fjölmiðlar hafa gert seinustu árin eru að troða áróðri sinna eigenda í formi heilaþvotts til landsmanna.
Ég varð fyrir miklum vonbrigðum með að heyra og sjá yfirlýsingar Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.
Þetta er einmitt gott dæmi um hversu lélegir fjölmiðlar á þessu landi eru, það er bara hálf sagan þarna.
Auðvita harmar maðurinn lögbrot eins og við öll ættum að gera, aftur á móti tók hann það skýrt fram að það hefði frekar átt að breyta lögunum til að afnema bankaleynd, og þetta er hlutur sem fjölmiðlar voru ekkert að taka fram í leiðini.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 5.8.2009 kl. 20:56
Sigurður:
Ég var ekki búinn að lesa þitt blogg þegar ég skrifaði mitt.
Sennilega hefði ég sleppt mínu hefði ég séð þitt!
Ég er yfir mig hneykslaður, reiður, svekktur og sleginn yfir þessu!
Það á ekki af okkur sjálfstæðismönnum að ganga síðasta árið eða svo!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 20:59
Þessi viðbrögð Kúlulána-Finns við lekanum eru dauðakippir gjörsiðspillts kerfis samtryggingar og spillingar. Vonandi tekst að drepa ófreskjuna alveg, hún má ekki ranka við sér aftur.
Hugsunin með bankaleynd er í sjálfu sér ekki röng og spurning hvort þeir sem eiga eðlilegan sparnað til elliáranna eigi að lesa um sín eigin fjármál í fjölmiðlum.
Vandamálið er bara að traustið er nánast horfið úr samfélaginu og allt pukur eldsneyti fyrir tortryggni og kjaftasögur.
Theódór Norðkvist, 5.8.2009 kl. 21:29
Theódór:
Hárrétt hjá þér og því eru ummæli Bjarna túlkuð á þennan hátt. Auðvitað er bankaleynd nauðsynlegur og góður og eðlilegur hlutur um það er ekki deilt, heldur að við algjörlega sérstakar aðstæður geti þurft að horfa fram hjá hlutum - nauðsyn brýtur lög!
Hann hefði átt að hugsa áður en hann talaði!
Guðbjörn Guðbjörnsson, 5.8.2009 kl. 21:57
Er ekki kominn tími til, að heiðvirt sjálfstæðisfólk, segi sig úr sjálfstæðisflokknum?
þá á ég við fólkið, sem setur heiðarleika í viskiptum, sannleikann og drengskapinn ofar stundargróða til handa sjálfum sér og sinni flokksklíku. Fólkið, sem styður ekki eða ver glæpsamlegt athæfi einstakra manna eða hópa innan flokksins.
Er ekki kominn tími til, að hætta að láta hafa sig að fíflum á gala-landsfundasamkomum sjálfstæðisflokksins.
Hugsandi og sjálfstæðir sjálfstæðismenn: Kljúfið flokkinn og stofnið annan flokk, með gömlum gildum sjálfstæðisflokksins, sem boða frelsi einstaklingsins. Frelsi til að vera og njóta, án þess að gúga aðra, höggva og skjóta.
Kolbrún Bára Guðveigsdóttir (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 21:59
Tek undir orð Kolbrúnar. Það er engin framtíð fyrir flokkinn eins og nú er komið fyrir honum, hann mun mjög fljótlega tortíma sér sjálfur. Sem betur fer finnast ennþá innan hans fólk sem vill breytingar og endurnýjun á stefnu og siðferðisgildum. Yfirgefið þennan ömurleika meðan enn er færi.
hilmar jónsson, 5.8.2009 kl. 22:53
Hvað er að heyra?
Vill fólk virkilega að reglur og lög séu þverbrotin á alla kannta án þess að nokkur hreyfi við andmælum?
Bjarni Ben er lögfræðingur svo hann kannski lítur á þessi mál frá lögfræðilegu sjónarhorni. Ég þekki reyndar nokkra lögmenn sem allir eru sammála þessum orðum Bjarna.
Auðvitað áttu þessar upplýsingar að koma upp á yfirborðið og þær eiga erindi við almenning. Því er ekki að neita. EN þessar upplýsingar áttu að fara rétta leið samt sem áður.
Ég þykist viss um að ef viðskipti ykkar sem hér skrifa kæmust í fjölmiðla og lánayfirlit ykkar yrði öllum aðgengilegt þá myndi eflaust kveða við annan tón.
Það þarf að breyta þessum lögum um bankaleynd til að svona Fíaskó enduraki sig ekki en ég ekki sammála því að við eigum að horfa aðgerðarlaus og jafnvel klappa fyrir þeim sem fremja þau lögbrot að birta yfirlit yfir viðskiptamenn bankanna. Ég yrði amk ekki sátt ef mín bankaviðskipti yrðu gerð opinber (þó svo að þar sé ekkert merkilegt að sjá). Eigum við svo næst að búast við því að lánayfirlit og viðskiptasaga stjórnmálamanna og annara áberandi aðila í þjóðfélaginu birtist á forsíðum dagblaða næstu daga og vikur? Yrði það bara allt í lagi í ykkar huga? Hvar á að draga mörkin? Hvenær eru lög brotin og hvenær ekki? Er það bara lögbrot ef viðskiptayfirlit óþekkts Jóns Jónssonar er birt opinberlega en ekki ef viðskiptavinurinn heitir Björgólfur Þór eða Jón Ásgeir?
Ekki einusinni reyna að halda því fram að ég vilji verja Björgólf eða Jón Ásgeir. Þeir eiga fyllilega skilið að fólk verði upplýst um viðskiptasiðleysi þeirra en þær upplýsingar hljóta að þurfa fara réttar leiðir eins og aðrar upplýsingar. Ég styð ekki lögbrot sama hvort það er brot gegn Jóni Jónssyni eða Jóni Ásgeiri.
persónulegir tölvupóstar, viðskiptayfirlit ofl í þeim dúr er eitthvað sem viðskiptavinir eiga að geta treyst á að verði ekki öllum opinbert og birting á slíku varðar við lög. Það ber að virða hvaða nafni sem viðskiptavinurinn nefnist.
Hrafna (IP-tala skráð) 5.8.2009 kl. 23:36
Heiðarlegir Sjálfstæðismenn. Eða öllu heldur réttsýnir hægri menn sem hafa villst í kóngulóarvef SjálfstæðisFLokksins: Það er í ykkar höndum að brenna Valhöll!
Persónugerum vandann!!
marco (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 01:42
Eru það semsagt ekki réttsýnir sjálfstæðismenn sem eru ekki hlaupandi um göturnar með þér með heygaffal í annari og kyndil í hinni?
Hrafna (IP-tala skráð) 6.8.2009 kl. 16:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.