Lesið leiðarann í Financial Times fyrir Jóhönnu og Steingrím J.

Meira að segja jafn virt blað og Financial Times skrifa um það hversu ósanngjarn Icesave samnigurinn sé í garð Íslendinga.Skynsamlegast væri nú fyrir formann Fjárlaganefndar að kalla  Jóhönnu og Steingrím J. á sinn fund og lesa fyrir þau pistilinn úr FT. Hugsanlega gæti það orðið til þess að þau myndu skilja að allir sanngjarnir aðilar hvort sem það eru Bretar,Hollendingar eða Íslendingar sjá að fyrirliggjandi samningur um ríksiábyrgð er óásættanlegur fyrir okkur Íslendinga.

Hvað vinnst með því fyrir ESB þjóðir og aðrar að á Íslandi verði algjör stöðnun eða afturför næstu áratugina. Það hlýtur að vera hægt að sannfæra þessar þjóðir um að farsælast er fyrir alla að samningurinn verði þannig að Ísland eigi góða möguleika á að ráða vikð greiðslurnar og hér verði eðlilegar framfarir.

Að sjálfsögðu væri æskilegast að full samstæða næðist á Alþingi um það að óska eftir að sest yrði að nýju að samningaborði. Það næst ekki nema Jóhanna og Steingrímur J. láti af þvermóðsku sinni. Vonandi gerist það eftir að skrifin í Financial Times hafa verið lesin fyrir þau.


mbl.is FT segir að jafna eigi Icesave-byrðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hefur þú einhverntíma heyrt Jóhönnu segja að þetta væri sanngjarn samningur. Ég hef ekki heyrt það.  Minni á að FT skrifar ekki fyrir hönd Bresku ríkisstjórnarinnar. Væri gaman ef að menn hættu að gera lítið úr embættis - og ráðamönnum okkar, með því að halda því fram að þau séu heimsk. Það voru nú fréttir um þetta í blöðunum sl. viku að Össur væri búinn að vera í sambandi við allar utanríkisráðuneytið og að eftir að málið er afgreitt af Alþingi verður farið í viðræður við Breta og Hollendinga varðandi fyrirvara.

Ríkisstjórnin þarf ekki á stuðningi stjórnarandstöðunnar til að leysa Icesave-málið á Alþingi. Forsætisráðherra er sammála Ögmundi Jónassyni heilbrigðisráðherra um að setja þurfi fyrirvara við ríkisábyrgð á Icesave-samningana. Það þýði hins vegar að funda þurfi aftur með viðsemjendum, Bretum og Hollendingum.

Magnús Helgi Björgvinsson, 12.8.2009 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband