Ömurlegt hvað fáir gátu skaðað marga.

Nú þegar lausn virðist í Icesave er það í sjálfu sér gott að nokkuð breið samstaða er í sjónmáli á Alþingi.Aftur á móti er það ömurlegt að Íslendingar framtíðartinnar þurfa að taka á sig verulegar skuldbindingar vegna fjárglæfrarstarfsemi örfárra einstaklinga. Og það eru ekki bara Íslendingarsem þurfa að bera skaðann heldur mun fleiri.

Almenningur á Íslandi getur ekki skilið hvernig þessir örfáu aðilar gátu svo hressilega misnotað þá aðstöðu sem þeir fengu.Auðvitað skilur almenningur ekki heldur hversu fólk í Bretlandi og Hollandi lét blekkjast af gylliboðum Landsbankans.Við eigum líka erfitt með að skilja hvers vegna eftirlit hjá þessum stóru þjóðum var ekki betra. IKveiknuðu engin ljós þegar lítill banki bauð ofurkjör á sínum innlánsreikningum. Hvers vegna í óskupunum fannst ekki Bretum og Hollendingum ekki ástæða til að kanna hvort nægjanlegar tryggingar væru fyrir hendi. Það er því á engan hátt sanngjarnt að við á litla Íslandi þurfum að taka á okkur allan skaðann vegna glæfrarlegrar starfsemi nokkurra einstaklinga. Hreinbt út sagt ömurlegt hve fáir einstaklingar gátu gert til að skaða almenning í okkar ágæta landi.

Samkomulag það sem náðstvhefur er gott skref í áttina til leiðrétingar á okkar málum.

Eftir situr svo spurningin,hvað var Svavar Gestsson eiginlega að hugsa með því að setja nafn sitt undir samkomulag sem sett hefði okkur á hausinn. Eftir stendur einnig spurningin hvort Svavar setti nafn sitt undir með fullu samþykki Jóhönnu og Steingríms J.

Sem betur fer eru til fólk í öllum þingflokkum sem hugsa aðeins öðruvísi og vildu ekki dæma þjóðina í varanlega fátækt. Þessi breiða samstaða sem náðist í Fjárlaganefnd er sigur fyrir stjórnmálin í landinu.

 


mbl.is Telegraph: Ekkert venjulegt hrun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta eiga þeir skuldlaust saman Bjöggar, Kjartan Gunnarsson og Hannesarjafni.

marco (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 22:35

2 identicon

Já þær eru ömurlegar afleiðingar frjálshyggjunnar sem Sjálfstæðisflokkurinn með dyggri aðstoð Framsóknarflokksins innleiddi svo hressilega í íslensku samfélagi að líklega komst ekkert ríki eins langt í því. Þöggunin og sú pólitíska rétthugsun sem var hluti af innleiðingunni er svo megin ástæða þess hvernig þeir ósvífnustu komust upp með það sem þeir gerðu. Ef að líkum lætur á þó margt eftir að koma í ljós, en þó aðeins ef það tekst að halda þeim pólitísku öflum frá völdum næstu árin sem skópu það ástand sem nú er verið að vinna þjóðina frá.

Reinhard Reynisson (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Magnús Jónsson

Sigurður: þú veist eins og ég að þetta svokallaða samkomulag er sama og höfnun á samningnum, það verður fróðlegt að sjá viðbrögð "bandamanna" við þessum einhliða breytingum á milliríkjasamningum, hálf fyndið að sjá formen flokkana fagna, hverju eru þau að fagna, endalokum ríkisstjórnarinnar, eða halda þau að fyrirvararnir verði  kokgleyptir af stjórnvöldum "Bandamanna", veit ekki hvort væri ömurlegra.

Magnús Jónsson, 16.8.2009 kl. 00:45

4 identicon

Þú spyrð: "Hvers vegna í óskupunum fannst ekki Bretum og Hollendingum ekki ástæða til að kanna hvort nægjanlegar tryggingar væru fyrir hendi. Það er því á engan hátt sanngjarnt að við á litla Íslandi þurfum að taka á okkur allan skaðann vegna glæfrarlegrar starfsemi nokkurra einstaklinga." Svarið er ósköp einfalt. Þeir treystu því að íslensk stjórnvöld skildu og framfylgdu regluverki ESB, sem er, að mati Jóns Daníelssonar, "basically sound". Þetta var aftur á móti oftraust, því að, svo aftur sé vitnað til JD, "the government had no understanding of the dangers of banks or how to supervise them. They got into the hands of people who took risks to the highest possible degree". Ef þetta mat er rétt þá hljómar leiftursókn þeirra félaganna DO, HHG og KG á mótmælamarkaðinn á föstudaginn sem hræsni af verstu gerð.

Gunnar Pétursson (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 09:27

5 identicon

Maður lítur svo á málin að ef þessi ICESAVE samningur verður raunin og þjóðin látin borga glæfrafrjármögnun þessara sem stóðu að þessu ICESAVE sjóð(Banka) og þau sem samþykktu þennan gjörning til þess að hann varð til ,verði sótt til saka, fjárglæframenn, stjórnmálamenn og embættismenn, það má engin samkvæmt lögum skukldsetja annan án samþykkis hans, þjóðin hafði aldrei samþykkt þennan   ICESAVE  banka...

Tryggvi Bjarnason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:55

6 identicon

Já, það verður ekki logið upp á þessa gulldrengi íhalds og framsóknar.!!

Svavar Bjarnason (IP-tala skráð) 16.8.2009 kl. 12:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband